Leitin að Gordonfossum - 7. hluti

 

Þú ert að hefja lestur 7. hluta ferðasögunnar "Leitin að Gordonfossum" ... þetta er hörkuspennandi saga byggð á raunverulegri baráttu tveggja Íslendinga í óbyggðum Ástralíu, The Blue Mountains ... Hver urðu örlög þessa fólks í leitinni að Gordonfossum, einhverju mesta vatnsfalli hins illfæra Jamison dals?

Ef þú ert ekki alveg með á nótunum núna ... gæti það stafað að því að þú hefur ekki lesið þá sex hluta sögunnar sem eru undanfarar ... nauðsynlegir undanfarar, meira að segja.  Á þessari bloggsíðu tíðkast það ekki að segja fólki fyrir verkum ... að ráðleggja fólki ... gleymum ekki orðum gítarleikara og söngvara hljómsveitarinnar KISS, Paul Stanley sem sagði eitt sinn: "Besta ráðið sem ég get gefið er að hlusta ekki á ráð annarra".  Þetta er fleyg orð ... sem verða í heiðri höfð á bloggsíðu Múrenunnar ...

En ...

... Múrenan og spúsan voru komin í hann krappan við lok 6. hluta ... leiðin að Gordonfossum virðist torsóttari en ætlað var í fyrstu ... ástandið var slæmt ... Við hefjum hér 7. hluta ferðasögunnar "Leitin að Gordonfossum" á upprifjun á síðustu línum þess 6. ...

... svo slæmt hafði það nú aldrei verið í Jamison dalnum ... aldrei!!!  Vafalítið var hér um hættuspil að ræða ... Meira að segja, glíman við risastigann virtist ærið léttvæg í þessum samanburði ... Þau þræddu aurugan slóðann, sveigðu sig og beygðu í því skyni að komast í gegnum skógarþykknið, en þrátt fyrir það slógust trjágreinar í höfuð þeirra, rispuðu ásjónur og rifu föt.

Skyndilega mátti greina þungan vatnsnið, ... Hjarta Múrenunnar tók kipp.  "Heyrir þú þetta?" spurði hún spúsuna mjög skýrum rómi.  Já, spúsan heyrði þetta.  "Þetta er foss" sagði  Múrenan.  "Já, ég veit það" svaraði spúsan.  Voru Gordonfossar loksins fundnir?!??!?  Múrenan tók upp kortið, já ... vel á minnst, kortið sem velinnrætta og lipurlega málifarna stúlkan í upplýsingunum nærri lestarstöðinni (sjá hluta 1) hafi látið þau fá.  Múrenan rýndi í kortið ... ef þessu korti var treystandi ... þá voru þetta ekki Gordonfossar!!!  Þetta voru Leurafossar ... Múrenan stundi ... "Djöfulsins helvíti!!"  Þá reif spúsan kortið af Múrenunni ... Múrenan átti ekki til orð ... þetta var nú meiri andskotans frekjan!!!  "Heyrðu mig ... hvað er eiginlega að þér??" spurði Múrenan spúsuna ... spúsan virtist ekki heyra hvað Múrenan var að segja, klóraði sér bara í hausnum og góndi á kortið ... Það var ekki sjón að sjá hana!!!

Þau gengu á hljóðið og loksins kom fossinn í ljós. 

 

Skilti við hann sagði að þetta væru "Leurafossar" ... jú, kortið var rétt, því miður ... og hver þurfti að greiða fyrir það ... Múrenan!!!  Því hefði kortið verið rangt og þetta hefðu verið Gordonfossar, hefði lokatakmarkinu verið náð og allir hefðu getað farið heim ... en nú þurfti áfram að halda.  En þar sem Múrenan og spúsan stóðu þarna, birtist allt í einu par, durtslegur piltur en nokkuð snotur stúlka, að mati Múrenunnar ... "Er hægt að komast hringinn hérna??" spurði durtslegi strákbjálfinn, hrokafullri röddu.  "Hringinn?!?"  Múrenan átti ekki til orð ... vissi drengurinn ekki að hann var staddur í sögu, sem var hræðilega spennandi og ofsalega hættuleg ... nei, greinilega vissi hann það ekki!!!  Spúsan varð til fyrri til svara: "Ég veit það ekki ... " "Veistu það ekki???  Hvaðan komu þið eiginlega??"  Múrenan steig nú fram ... "Heyrðu góði minn, vilt þú ekki bara hypja þig í burtu ella þú hlýtur verra af ... !!!"  Hún sagði þetta samt ekki, en rosalega langaði hana til að segja þetta ... Múrenan steig því bara aftur og svo fram og aftur, eins og hún væri aðeins að liðka bakið ... "Við komum úr þessari átt!!" sagði spúsan og benti.  "Jæja, ok."  Þau hurfu á braut.

Enn á ný lögðu Múrenan og spúsan af stað ... og viti menn brátt komu þau að enn einu skiltinu ... ein píla var til vinstri og ein til hægri.  Ofan við pílu til hægri stóð "Hringleið" en yfir þeirri vinstri stóð ... Gordonfossar!!! ...

"Æi, ég er þreytt, förum heim núna, við getum skoðað þessa Gordonfossa á morgun" sagði spúsan ... Enn einu sinni í þessari ferð varð Múrenan orðlaus!!!  Fara heim!!! Núna!!!  "Ókei" sagði hún.  Þau gengu upp hættulegar tröppur ... ein tíu þrep eða svo og áfram upp með "Leura-ánni" ... spúsan ruddi leiðina og gaf merki, en Múrenan kom nokkuð á eftir og gætti þess að ekkert óvænt kæmi í bakið á þeim ...

... brátt voru þau komin upp á bíla- og tjaldsvæði. 

Þau gengu eftir Cliff Drive, það var tekið að rökkva ... aðeins ofurlitla skímu lagði frá þeim fáu ljósastaurum sem stóðu við götuna ... þau beygðu og fylgdu Merriwa Street, svo Lurline Street, Waratah Street og loks Katoomba Street, allt þar til áfangastaðnum ... Town Centre Model ... var náð.  Múrenan var uppgefin ...

... og þess vegna fór spúsan bara ein út í búð og keypti þennan líka dýrindis kvöldmat, banana, jógúrt, poppkorn (sem reyndar var mjög vont!!), kartöfluflögur, eitthvað að drekka og síðast en ekki síst sykurhúðað brauð ... og það sem besta var ... þetta var frekar ódýrt ... mátti nú líka alveg vera það!!!

Múrenan lá fyrir á meðan, þrotin andlegum og líkamlegum kröftum, ævintýri dagsins runnu í gegnum huga hennar ...

"Mikið var!!" hreytti Múrenan út úr sér þegar spúsan kom aftur.  Þetta gerði Múrenan til að tryggja að spúsan myndi gera skyldu sína, það er að færa Múrenunni mat og drykk ... í rúmið ... 

Þau átu matinn og horfðu á sjónvarpið um kvöldið ... rosalega næs!!

En ....

... strax næsta morgun héldu ævintýrin áfram ... að lokum yndislegum morgunmat, þar sem Múrenan úðaði í sig þangað til hún stóð á blístri (gleymum því ekki að morgunmaturinn var innifalinn í rándýrri gistingu á TCM ... þannig að Múrenan var bara að reyna að fá sem mest fyrir peningana), gengu þau aftur sömu leið og kvöldið áður.  Að bíla- og tjaldsvæðinu og niður að skiltinu ... Núna skyldi takmarkið nást!!! 

Það sem þurfti að gera var að fylgja stígnum í um það bil 45 mínútur ... og þá myndu Gordonfossar blasa við ... einfaldara gat það nú ekki verið ... Múrenan hló!!  "Issss ... ekki málið."  Það var greinilegt að hún hafði sofið vel TCM þessa nóttina ... "Laaaalalalalaaalalalalalalalala ... " söng Múrenan, en fyrir þá sem það ekki vita þá eru þetta brot úr Ástardrykknum eftir Donizetti.  Ef spúsan hefði ekki alltaf verið að grípa fram í söngnum, þá hefði þetta bara verið skrambi gott hjá Múrenunni, eins og hljóðupptakan upplýsir þig, elsku besti lesandi ...

 En það var ekki bara góður svefn um nóttina sem létti Múrenunni lífið ... það voru aðrir hlutir einnig ...

... en hér lýkur 7. hluta!! 

Nú er spurningin ... hvað var það sem Múrenan var svo ánægð með að hún söng Ástardrykkinn hástöfum á leið sinni að Gordonfossum??  Hafði eitthvað verið í matnum??  Gat verið að fúla konan í "mötuneyti" TCM hefði sett einhvern fjandann í matinn til að koma Múrenunni fyrir kattarnef?? Hafði álagið síðustu misseri gert Múrenuna snælduvitlausa??? ... Og enn er spurt: Finna þau Gordonfossa???!

Öllu þessu og miklu meira verður svarað í 8. hluta ferðasögunnar "Leitin að Gordonfossum" - bíðið spennt og upplifið fyrst!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er að deyja úr spenningi. Flýta sér með áframhaldið.

Þóra (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:32

2 identicon

Maður villist ekki á fossum við Goðafoss... hringleiðin þar er líka greiðfarin og góð. Skil ekkert í ykkur að vera alltaf að eltast við þessa Gordonfossa...

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband