7.7.2007 | 14:29
Frábćrir Live Earth í Sydney
Ţeir voru alveg magnađir tónleikarnir hér í Sydney í dag ... frábćrir tónlistarmenn, pakkfullur Aussie Stadium og glćsileg umgjörđ.
Viđ mćttum á völlinn upp úr klukkan 14 í dag, ţví Lauga var í skólanum til 13.30 ... ţá höfđum viđ reyndar misst af nokkrum númerum, svo sem Ghostwriters, Eskimo Joe og Paul Kelly. En nćst á sviđ, ţegar viđ komum, var hin 23, bráđum 24 ára Missy Higgins frá Melbourne. Alveg ótrúlega góđ. Hún sló víst í gegn hér í Ástralíu áriđ 2004, ţegar hún gaf út plötuna Sound of White, en platan hefur nú hlotiđ níu platínuviđurkenningar. Slíkt kemur manni lítiđ á óvart, eftir ađ hafa hlustađ á hana í dag ...
Á eftir henni voru ótrúlega skemmtilegir gaurar - The John Butler Trio, sem léku samsuđu af öllum fjandanum ... reggíi, rokki, fönki og fleiru sem ég kann ekki ađ nefna. Sjálfur var John Butler, afskaplega flottur, lék á gítar, banjó og fleiri hljóđfćri, en honum til fulltingis voru Shannon Birchall, sem lék á snjóhvítan kontrabassa og trommuleikarinn Michael Barker, sem tók einn góđan sóló fyrir áhorfendur ... allt í mjög góđu lagi međ ţađ!!!
Svo kom hljómsveitin Wolfmother. Ţetta voru ţrír frćknir músíkantar. Gítarleikarinn og söngvarinn Andrew Stockdale lítur út eins og blanda af Jimi Hendix og Jimmy Page, syngur ekki ósvipađ Robert Plant og sýnir í ofanálag takta sem helst minna á Angus Young, gítarleikara AC/DC. Svo er í sveitinni bassa- og hljómborđsleikarinn Chris Ross, sem lćtur öllum illum látum viđ spilamennskuna og ţá sérstaklega ţegar hann handleikur hljómborđiđ, en ţá kútveltist hann um sviđiđ međ hljóđfćriđ í fanginu. Í dag fann Ross ţađ út, ţegar spileríinu hjá Wolfmother var ađ ljúka, ađ koma hljómborđinu fyrir upp á gítarmagnaranum ... nokkuđ sérstök ákvörđun ... sem samt vakti lukku viđstaddra. Sá ţriđji er Myles Heskett trommari, sem óhćtt er ađ segja ađ hafi, líkt og félagar hans, lagt allt sitt í verkefniđ.
Jack Johnson var svo nćst kynntur til leiks ... og ţađ ćtlađi allt vitlaust ađ verđa. Ţessi fyrrum sjóbrettahetja frá Hawaii, söng og spilađi viđ fjórđa mann í nćstum klukkutíma. Og Ástralarnir tóku vel undir ... ţessir 50.000 sem voru á Aussie Stadium í kvöld. Fyrir minn smekk var Johnson full rólegur og skorti pínulítinn kraft en miđađ viđ viđtökurnar sem hann fékk, reikna ég međ ađ ég hafi veriđ eini mađurinn ţessarar skođunar. Mađur hafđi einhvern veginn á tilfinningunni ađ ţetta vćri svona Bubbi Ástralíu ... en ég veit ekkert um ţađ hvort ţađ er rétt!!
Crowded House slógu svo botninn í dagskrána ... gjörsamlega frábćr hljómsveit. Ţeir náđu upp gríđarlegri stemmingu og allur leikvangurinn söng međ hverju einasta lagi, hvert einasta orđ ...
Ţađ var athyglisvert ađ í miđju prógrammi hjá ţeim slokknuđu skyndilega öll ljós á sviđinu og virtist ţađ koma skrautfjöđur hljómsveitarinnar Neil Finn nokkuđ í opna skjöldu. "I guess they did this to save the power", tilkynnti hann svo. Ekki ólíklegt ađ ţetta hafi átt ađ vera táknrćnt, svona fyrir málstađinn ... ţađ er baráttuna viđ "global warming" en mestu hluti raforku í Ástralíu er fengiđ međ kolabruna og óhjákvćmilega veldur ţađ CO2 mengun ...
Ţegar ţeirra framlag var um ţađ bil ađ renna sitt skeiđ á enda, tilkynnti Finn ađ ţeir ćtluđu ađ taka eitt lag í viđbót ... ţađ sći ţá hvort sem er enginn ... náttúrulega hárrétt ályktađ hjá honum, standandi á almyrkvuđu sviđinu. Eftir aukalagiđ voru ţeir svo klappađir upp, brugđust vel viđ ţví og bćttu viđ lagi ... öllum til mikillar ánćgju og stemmningin varđ sem aldrei fyrr ... alveg frábćr!!!
Óhćtt er ađ segja ađ Ástralir kunni tökin ţegar halda ţarf stóran viđburđ sem ţennan, allt skipulagt upp í topp og engin sjáanleg vandrćđi ... allt smurt. Klárlega uppákoma sem manni líđur seint úr minni ... myndir eru komnar á myndasíđuna nú ţegar (sjá tengilinn hér til vinstri)!!
Muna svo eftir náttúrunni ... ţađ geta allir lagt sitt ađ mörkum!!!
Live Earth tónleikarnir byrjađir | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ég er nú samt ekki viss um ađ ţessir tónleikar hafi slegiđ út Kiss í Reiđhöllinni 1988!
Halldór (IP-tala skráđ) 12.7.2007 kl. 15:37
Kvitt, kvitt!
Steina kleina
Steina Vala (IP-tala skráđ) 12.7.2007 kl. 23:12
Ég sá ţví miđur ekki KISS í Reiđhöllinni áriđ 1988 ţannig ađ mig skortir samanburđinn ... en ég geri ráđ fyrir ađ Live Earth tónleikarnir hafi ekki slegiđ umrćdda KISS-tónleika út enda hafa ţeir tónleikar vafalaust veriđ geggjađir!!! Og áttu Íslandsmet í ađsókn í vel á annan áratug, ţegar meira en 6.000 manns fylltu Reiđhöllina ... ţađ var ekki fyrr en búiđ var ađ byggja heila Egilshöll og kalla til eina vinsćlustu hljómsveit heims, Metallica, ţegar KISS-metiđ lét undan. En ţess má geta ađ KISS var í dýfu vinsćldarlega séđ áriđ 1988 - ţeir hefđu átt ađ koma 1978 og vinsćldarmetiđ stćđi enn óhaggađ!!!! Nóg um ţetta ... en takk fyrir innleggiđ Hr. Halldór
Páll Jakob Líndal, 13.7.2007 kl. 00:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.