Vatnsdrykkja og þvaglát

Löngum hefur því verið haldið fram að lykill að góðri heilsu sé að drekka nóg vatn.  Þetta hefur trilljón sinnum verið sagt við mig.  "Hversu mikið þá?", spyr ég.  Svar: Lágmark tvo lítra á dag.

Ég hef prófað þetta oft en alltaf gefist upp ... af hverju??  Svarið er ekki flókið.  Þessi mikla vatnsneysla stendur ekki undir sér, sem lýsir sér þannig að seinnipartinn er vatnsmagnið í líkamanum orðið svo mikið að það er farið að örla á höfuðverk, maginn fullur af vatni, matarlyst engin og varla hægt að halda sér að verki vegna stöðugra klósettferða.  Nokkrir dagar af þessu ... og svo búið ... þetta er bara ekki að virka!!

Þá má velta fyrir sér, hvers vegna í ósköpunum er heiðarlegu fólki eins og mér ráðlögð svona vitleysa??  Af hverju á að gæta hófs í öllu sem gert er nema neyslu vatns?

Síðustu vikur, hef ég haft í gangi athugun á vatnsneyslu minni, sem hefur stórlega aukist eftir að komið var til Ástralíu og er nú um tveir lítrar á dag.  Alveg átaka- og verkjalaust!!

Lítum á nokkra punkta. 

Almennt séð má gera ráð fyrir því að fólk neyti meiri vökva þegar hlýtt er í veðri en þegar kalt er, einfaldlega aukinnar uppgufunar frá líkamanum.  Það er því rökrétt að álykta sem svo að vökvaneysla að sumri til sé meiri en á vetri. 

Í Ástralíu er hávetur jafn hlýr og hásumar á Íslandi.  Þar af leiðandi ekkert óeðlilegt við það að vatnsneysla mín hafi aukist við komuna þangað ... að stíga úr 4°C í 20°C, kallar náttúrulega á einhverjar aðgerðir.

Hreyfing orsakar vökvatap.  Þannig að, í stað þess að fara allt á bílnum, fer ég allra minna ferða gangandi, ekki ólíkt því sem pápi minn gerði á sínum tíma.  Á virkum dögum er hreyfingin að lágmarki 5 km á dag, en oft bætast við nokkrir km í viðbót vegna annarra erindagjarða eða útihlaupa. 

Augljóst ætti að vera að ... veðurfar og hreyfing hafa áhrif á vökvabúskap.  Páll Jakob Líndal, 90 kg að þyngd og 183 cm á hæð, drekkur 2 lítra af vatni á dag, að meðaltali hér í Ástralíu vegna þess að hitastig utandyra er 15 - 20°C, hann gengur að minnsta kosti 5 km á dag og svitnar óhóflega.
En getur það sama gilt fyrir PJL í Ástralíu og litla, netta konu á Íslandi um hávetur, sem hreyfir sig lítið sem ekkert??  Tjaaa ... ekki viss ... 

Þess vegna spyr maður: Hvernig í ósköpunum geta "vatnssérfræðingarnir" bara haldið því blákalt fram að allir eigi að drekka tvo lítra af vatni á dag algjörlega án þess að tillit sé tekið til líkamsstærðar fólks, hreyfiástundun þess, hvað það svitnar mikið, árstíma o.fl.??  Ein allsherjar lausn fyrir alla??

Í fyrsta skipti á ævinni hef ég áttað mig á mikilvægi þess að drekka nóg vatn, hvað það er gott fyrir skrokkinn ... en að drekka vatn bara til að drekka það, stútfylla sig, líða illa og vera við það að kasta svo upp öllum herlegheitunum ... það er bara rugl!!
Þess vegna lýsi ég frati á boðskap "vatnssérfræðinganna" ... 

... og kem hér með eitt gott ráð.  Drekktu vatn og nóg af því ... farðu á salernið í samræmi eins og þörf er á.  Þegar þvagið fer að taka á sig glæran "lit", hættu þá að drekka vatn.  Einfaldlega vegna þess að þá ertu í góðum málum.

Einföld formúla: Gult þvag = vatnsskortur, glært þvag = vatnsforði í góðu lagi!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála sammála sammála algjört bull að drekka vatn í tíma og ótíma þetta var einmitt rætt í útvarpinu um daginn og ein ástæðan fyrir að drekka ekki þetta óhóflega magn af vatni er þvagleki....vildi e-r rannsóknamaðurinn meina allavega

Sigrún Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 00:17

2 identicon

Ég get hér með staðfest það að fjölskyldumeðlimir mínir eru hreint út sagt milljón!! :) Stendur þig vel Bobbi minn, þú stendur þig vel!! ;)

ErnaGuðrún St. (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Skooooohhhh ... það er ekki eins og fjölskyldan sé ekki sammála mér ;) Gott mál ... bara drekka hæfilegt, gullni meðalvegurinn!!

Páll Jakob Líndal, 4.7.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband