Myndir, myndir, myndir

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að sjá myndir frá Sydney, gæti verið gagnlegt að gefa linknum "Myndir, myndir, myndir", sem er hér vinstra megin á síðunni, gaum.

Þessa dagana er verið að hlaða myndum inn á www.flickr.com, gengur hægt, því internet tengingin er ekki sú öflugasta í veröldinni.  En það besta er ... það gengur ... passar vel við góðan frasa frá Bjarna Fel þegar hann var að lýsa leik hér um árið og sagði: "David O'Leary [fyrrum miðvörður hjá Arsenal] er traustur þó hægt fari".  Það sama á um flutning myndanna frá tölvunni okkar yfir á www.flickr.com.  Hægur en traustur.

Skemmtilegast er að fara í möppuna (verða brátt í fleirtölu - möppurnar), til að fá rétta tímaröð og svona.  Svo er æðislegur fítus, á www.flickr.com en það er "map"-fítusinn.  Hann er svo sannarlega eitthvað fyrir mig ... ég að dútla mér við að staðsetja myndir inn á kort.  Ef einhver hefur áhuga á slíku, það er að sjá eða fá yfirlit yfir staðinn þar sem tiltekin mynd var tekin, þá er það mögulegt - sökum þess að á sumum sviðum er maður nörd!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband