Ísland og Íslendingar

Í ástralska ríkissjónvarpinu SBS er ţessar vikurnar veriđ ađ sýna dönsku spennuţáttaröđina "Örninn" eđa "The Eagle" eins og ţeir kjósa ađ kalla ţćttina hér.  Ţađ var fyrir tilviljun ađ viđ Lauga kveiktum á imbakassanum í kvöld og áttuđum okkur á ţeirri stađreynd ađ hér hinum megin á hnettinum getum viđ heyrt íslensku í "kassanum" og ég er nokkuđ viss um ađ í kvöld gerđist ţađ í fyrsta skipti ađ ég varđ vitni ađ ţví ađ í erlendum ríkisfjölmiđli var töluđ íslenska ... "Hann er ekki svoleiđis" ... María Ellingsen.  Kúl!!!

Ţađ svo loksins í dag ađ bekkjarfélagar mínir í enskunáminu áttuđu sig á ţví hversu fjölmenn íslenska ţjóđin er ... satt ađ segja hef ég allt fram til ţessa veriđ dálítiđ undrandi á ţví hversu fálega ţeir hafa tekiđ í ţađ, ţegar ég hef gefiđ ţeim upp mannfjölda á Íslandi.  
En sumsé, í dag spurđi kennarinn mig hversu margir Íslendingar vćru.  "300.000" svarađi ég.  Ţögn.  "Íslendingar eru um 300.000."  Allt í einu sprakk bekkurinn úr hlátri, allir Kínverjarnir og Kóreubúinn líka.  "Trí höndert tásund" spurđi Jason sessunautur minn, ţegar hlátrasköllunum tók ađ linna.  "Já" sagđi ég "ég hef oft sagt ykkur ţađ ... Íslendingar eru 300.000." 

"Ć togt ţat ţey ver trí höndert miljon", sagđi Jason ţá ... "trí höndert tásund ... it's só smal."  Kínverjar eru klikk!!!  Greinilegt er ađ ţeir geta ekki hugsađ mannfjöldatölur minni en 1.000.000 ... ţađ er algjört minimal gildi hjá ţeim greinilega en ...

... fyrir vikiđ varđ ég enn meira "unique" en nokkru sinni fyrr ... einn af ţrjúhundruđţúsund er náttúrulega miklu merkilegra en einn af ţrjúhundruđmilljónum.

Svo lćt ég einn fróđleiksmola fylgja.  Ţegar Kínverjar fara í skóla til Ástralíu verđa ţeir ađ taka upp ensk gćlunöfn .... einfaldlega vegna ţess ađ Ástralir eiga afar erfitt međ ađ bera fram ţau kínversku.  Bara nokkrum dögum eđa vikum áđur en ţegnar kínverska heimsveldisins mćta til Ástralíu, verđa ţeir ađ finna sér nafn sem í mörgum tilfellum er gjörólíkt ţeirra eigin og gangast svo undir ţví nćstu árin.  Ţannig valdi She Yue sér nafniđ Mona, Sun Jie heitir Cynthia og Sur Peng kallar sig Dex. 

Kóreubúinn ţurfti ekki nýtt nafn enda heitir hann Hu-Won Lee, sem er boriđ fram eins og "Who won Lee?".  Frekar einfalt fyrir Ástralina. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband