Strand Pasha Bulker er stórmál!!!

Í bloggi gærdagsins minntist Múrenan ögn á að risaolíuskip strandaði rétt utan við bæinn Newcastle, skammt norðan við Sydney ... það er alveg merkilegur andskoti ... að vera á hálfsárs fresti í næsta nágrenni við slíkt.  Wilson Muuga strandar rétt utan Sandgerðis og nú hinum megin á hnettinum, nánast nákvæmlega hálfu ári síðar rekur Pasha Bulker nánast upp í fjöru.  Yfirvöld hérna megin eru alveg á nálum að dallurinn fari í sundur, eitthvað sem menn höfðu einnig áhyggjur af á Íslandi fyrir nokkrum mánuðum ... að minnsta kostir einhverjir ... allavegana Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur.  Fari Pasha í sundur fara nærri 800 tonn af olíu í sjóinn og mun hún skolast upp á Nobbs ströndina, en það er eitthvað sem strandunnendur í Newcastle kæra sig lítið um, samkvæmt heimildum Múrenunnar.
Af einskærri samviskusemi við lesendur sína setur Múrenan mynd með þessari frétt, enda er þetta stórfrétt ...

Pasha Bulker

Hins vegar hafa vangaveltur Múrenunnar, síðasta sólarhringinn, um möguleg tengsl milli dvalar hennar á ákveðnum stað og að risaolíuskip strandi "með stæl" í næsta nágrenni, "böggað" hana töluvert.  Það er náttúrulega ekkert grín ef tengslin eru staðreynd ... það væri verulega þungur kross að bera.  Því mun Múrenan vera mjög á varðbergi eftir um hálft ár ...

Svo gæti það náttúrulega verið að spúsa Múrenunnar væri örlagavaldur í þessu öllu saman ... kannski ætti að splitta einingunni upp eftir um hálft ár, spúsan fer til Íslands og Múrenan verður eftir í Eyjaálfu eða öfugt og sjá hvað gerist.  Þriðji möguleikinn er náttúrulega sá að einhver annar sé ábyrgur fyrir þessu ... hmmm ... jú, kannski að Fjóla sé ábyrg.  Sko ... Fjóla vinkona okkar yfirgaf Ástralíu í gærmorgun og fór til Íslands.  Og það var eins og við manninn mælt, Pasha strandar ... Fjóla var í Ástralíu þegar Wilson strandaði um síðustu jól.  Tengslin eru augljós ... Múrenan þarf ekki að hafa áhyggjur!!!  Nei ... þetta er ekki rétt ... Fjóla fór til Kanada um síðustu jól ...

Áhyggjurnar hafa aftur látið á sér kræla hjá Múrenunni, meiri og kröftugri en nokkru sinni fyrr!!!

En hvar eru fréttamenn Morgunblaðsins núna???  Hví í ósköpunum er ekki búið að slá þessu upp á forsíðu!!!  Strand sem þetta er náttúrulega eitthvað sem Íslendingar, ja, alltént Suðurnesjamenn ættu að kannast við ... og strand Vikartinds árið 1996, eru allir fréttasnápar búnir að gleyma því!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband