31.5.2007 | 01:45
Ástralskir umhverfissóðar
Ástralir eru umhverfissóðar ... já ég segi það þeir eru umhverfissóðar. Til dæmis sá ég einn strák í gær henda bjórdós á götuna, bara sisona, eins og það væri ekki bara sjálfsagt, heldur miklu meira en sjálfsagt!! Svo rúllaði dósin skröltandi niður eftir götunni þar til hún staðnæmdist við gangstéttarkant!! Og það er ekki í fyrsta skipti sem ég hef orðið vitni að slíku hérna á suðurhvelinu. Að auki hika menn ekki við að tæma ruslið úr vösum sínum bara beint upp í vindinn og framan í næsta mann, ef einhver er svo óheppinn að eiga leið um. Og hvað með allt ruslið niðri horninu á Devonshire og Elizabeth Street??
Mér var hérumbil búinn að þrífa í bjórdósakastarann, sem ég nefndi hér að ofan og spyrja hann hvern %$##"% þessi iðja hans ætti eiginlega að fyrirstilla ... en hætti við það. Það hefði örugglega skapað meiri vandamál, en leyst ... að minnsta kosti fyrir mig ... hann hefði sennilegast snúið mig niður og slegið úr mér tennur. Eitthvað sem ég hef lítinn áhuga á. Ég lét mér því nægja að taka dósina upp og setja hana í ruslatunnu. "Thanks, mate" sagði dósakastarinn. "No worries", sagði ég kumpánlega og hljóp svo í burtu. Maður veit aldrei hvað mönnum, sem stunda dósakast, getur dottið í hug. En næst skal ég sko láta hann heyra það!!!
Svo er veðrið hérna alltaf gott ... en nei ... allir eru á bílum. Sjóðbullandi umferð hvert sem litið er, ærandi $%$&"! hávaði og flautukonsertar á hverjum gatnamótum, ef einhver er ekki alveg fullkomlega reddí. Eins ef ökumanni dettur að taka beygju, þá er alltaf einhver ökumaður mættur til að flauta á hann. "Hva' ert a' gera, hálfviti?!?!" gæti verið það sem rennur í gegnum huga flautarans. Þá langar mig til að ganga að þessu flautuglaða ökumanni, rífa upp dyrnar hjá honum og segja honum að steinhætta þessum "$%*" hávaða. Það er bullandi mengun af þessu!!! Ég hef samt aldrei skammað neinn ... ekki ennþá að minnsta kosti en það kemur að því að einhver fái að heyra það!!! Sjáum aðeins til ...
Já, aftur að því að allir eru á bílum ... alltaf gott veður og allir á bílum. Hvers vegna í ósköpunum geta þessir blessaðir letingjar ekki gengið?!?! Íslendingar hafa þó afsökun. "Ömurlegt veður" Þó í mínum huga sé það léleg afsökun, en Ástralir ... þeir hafa bara alls enga afsökun!!! Í flestum bílum er svo einn maður ... eitt kvikindi í hverju bíl. Augljós pólitík hér, í sama anda og að neita að skrifa undir Kyoto af því að Bush vill það ekki. Klárlega væri hægt að fækka bílum um 50% bara með því að tveir myndu sameinast um hvern bíl. Af hverju ekki?? Nú eða fjórir í bíl, enn færri bílar, minni mengun!! Þetta er náttúrulega alveg brilliant, skyldi engum hafa dottið þetta í hug fyrr??! Annars finnst mér bara besta lausnin að fólk gangi, hlaupi, hjóli, taki lest eða strætó. Þá væri meira pláss fyrir mig á bílnum!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.