1.1.2016 | 22:00
Fyrsta bloggið árið 2016
Jæja, nú er aftur komið að því að ætla að blogga ... það er ekki annað hægt þegar maður býr með einum 4ra ára og einni 7 ára.
"Drífum okkur og hlaupum inn" hrópaði 4ra ára hetjan í gærkvöldi og hljóp umsvifalaust inn, þegar Guðrún Ósvífursdóttir sprengiterta hóf upp rausn sína. "Ég var ekkert hræddur bara orðinn þreyttur og vildi komast inn" var svarið þegar spurt var hvort hann hefði orðið hræddur.
Í kvöld stendur til að sprengja svolítið en hetjan unga ætlar ekki að fara út og fylgjast með - hann ætlar ekki að fara út vegna þess að "það er bara hávaði". Í staðinn horfir hann út um gluggann.
Guðrún stóðst nú varla álagið að fylgjast með nöfnu sinni springa upp í loftið. Látbragðið var dálítið eins og væri verið að flýja sprengjuárás.
---
Annars blasir við nýtt ár sem vonandi verður heillaríkt fyrir sem flesta. Sjálfur ætla ég að leggja lóð mín á vogarskálirnar til að svo verði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.