18.5.2007 | 11:52
Gosbrunnur í stofunni?
Héðan til Ástralíu berast heldur en ekki fréttir að heiman ... leigjandinn okkar Laugu er búinn að setja gosbrunn í stofuna í íbúðinni okkar!!! Og það strax í fyrstu vikunni ... og hvað getur maður gert, þegar 20.000 km skilja að íbúðina og okkur? Þessa dagana sitjum við og hugsum upp ráð!!
Annað af því sem okkur hefur dottið í hug er að senda karlinn sem býr á hæðinni fyrir neðan okkur til Íslands. Þessi gaur, sem er svona um sextugt er mesti snillingur sem hægt er að hafa í sínu liði, það sama á ekki við um ef hann er andstæðingur manns. Karlinn býr nefnilega yfir þeim einstaka hæfileika að vera yfirleitt vakandi á nóttunni, sem út af fyrir sig er allt í lagi ... það sem er hins vegar öllu verra, er að alla nóttina hrópar hann upp með reglulegu eða óreglulegu millibili "ya, come on!!!" og þessu hrópi fylgir gjarnan þungur óskilgreindur dynkur. Ekki ólíkt því að stórt akkeri falli úr loftinu og í gólfið. Að öðru leyti vinnur hann annars vegar hjá Kellogg's sem mér finnst frábært ... ég meina þetta er gaurinn sem er að búa til Corn Flakes-ið sem étið er út um allan heim ... hins vegar vinnur hann hjá sígarettuframleiðanda, sem er ekki alveg eins frábært að mínu mati. En hvað þekkir maður marga sem vinna hjá slíkum framleiðanda??? Merkilegt út af fyrir sig ...
En þar sem hvorki Kellogg's né sígarettuframleiðslu er að finna á Íslandi, er líklegt að þessi gaur yrði atvinnulaus á Íslandi og í ljósi þess að við ætlum að bjóða honum að búa á hæðinni fyrir neðan leigjandurna okkar og er líklegt að með því við getum kvittað ærlega fyrir gosbrunninn. Lógíkin að baki því er eftirfarandi: Atvinnulaus Kellogg's sígarettu-maður er alltaf heima og þar af leiðandi munu "ya, come on" hrópin verða glymja allan daginn og alla nóttina ásamt tilheyrandi dynkum á eftir. Að auki er hann fyllibytta!!
Hitt sem okkur hefur dottið í hug er einfaldlega að senda mennina sem vinna á upplýsingaborðinu í áströlsku innflytjendadeildinni til Íslands, láta þá hafa lykil að íbúðinni okkar og biðja þá um að setjast að í stofunni. Ég er viss um að leigjendurnir yrðu fljótir að flytja vegna þess að návist við þá breytir manni í stein ... þetta eru þurrpumpulegustu menn sem til eru í heiminum og tala alltaf við mann eins og maður sé það lítilfjörlegasta sem hefur nokkurn tímann fæðist í rotþró mannkyns.
Þó áður en þessu öðruhvoru verður hrint í framkvæmd verður leigjandanum gefið tækifæri á því að fjarlægja gosbrunninn ... "ya, come on!!!"
Athugasemdir
Ég get látið fjarlægja gosbrunninn, en það er á þinn kostnað, því nú verður hann ekki tekinn út nema að lyfta þakinu af á meðan.
Það er svosum ekkert stórmál, en það gæti truflað hljómsveitaræfingarnar sem eiga sér stað núna hjá dauðarokkhljómsveitinni hyperpuke, þannig að sennilega mundu þeir krefja þig um skaðabætur. En hei, þið sem hafið efni á að fljúga fyrir hundruðir þúsunda til London farið nú létt með það...
DonPedro (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 15:28
Gaman að kíkja inn á bloggið þitt og sjá bara FULLT af nýjum færslum, líst vel á þetta! Spurning að bjóða kellogs/sígarettuframleiðandanum/fyllibyttunni/næturvökumanninum í næsta barbíkjú hmmm.... Ég giska á að hann sé að fylgjast með veðreiðum og sé að gambla alla nóttina....
Já maður hittir ýmsa furðufugla hér í ozinni...
cheers nágranni
Fjóla
Fjóla nágranni í Sydney (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 23:47
Vá! Það er bloggað :) Hvurskonar gosbrunn er hægt að hafa inni???? og hvernig veistu af honum, ertu með spæjara....?
Dagrún (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.