Hvað ertu eiginlega að gera?!?!

Ég var í fyrradag, að finna að því að Kaninn ætlar að kalla heim herlið sitt frá Írak þann 1. september 2008.  Hvað eru þeir eiginlega að pæla?  Skilja allt eftir í logandi rúst!!  Í sömu orðum nánast, fagna ég því að Kaninn hætti þessu hernaðarbrölti í landinu, sem hann hefði betur sleppt yfirhöfuð, einfaldlega vegna þess að í mínum huga er ofbeldi og mannsdráp aldrei réttlætanlegt. 

En þegar öllu er á botninn hvolft, hef ég leyfi eða þekkingu, til þess að setja mig í dómarasæti varðandi málefni Íraks ... er ég í raun svo mikill friðarsinni sjálfur að ég geti sagt öðrum hvernig þeir eiga að haga sér?  Er ég sjálfur með alla hluti svo á hreinu í mínu nærumhverfi að ég geti sagt hvernig fólk í fjarlægum heimshlutum á að haga sér?

Hversu oft hef ég stokkið upp á nef mér þegar einhver gerir á hluta minn ... til dæmis þegar flautað er á mig á ljósum.  "Jæja, karlinn ... hvað þykist þú nú eiginlega vera?!?" tuldra ég í barm mér um leið og ég silast af stað ... nógu hægt til að ergja flautarann örugglega.  Það þarf að kvitta fyrir flautið!!!

Þetta er hinn friðelskandi maður ... skilur ekkert í að fólk í fjarlægum löndum geti látið eins og það lætur, af hverju ekki að vera bara frekar vinir??  Í sömu mund, segir hann samferðamönnum sínum í Reykjavík að fara í *?#?"&$% ... bara fyrir það eitt að láta í ljós eftirfarandi: "Halló, þú þarna ökumaður fyrir framan mig, hæhæhæ ... það er komið grænt ... gúgú ... vakna!!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband