Álversmengun

Í vikunni álpaðist ég til að reikna út á vefsíðu Orkuseturs, hversu miklum CO2-útblæstri Skodinn sem ég ek um á, veldur.  Glöggir lesendur muna ef til vill niðurstöðuna sem var 1,9 tonn  á ári.  Mér þótti meira en nóg um, ritaði um niðurstöðuna og sagði hana hverjum sem vildi heyra.  Einn góður maður benti mér þá á Vísindavef HÍ, ekki þó svo að skilja að ég hefði aldrei heyrt á hann minnst, heldur að þar væri að finna fróðlega útreikninga varðandi fyrirhugaða mengun álversins í Reyðarfirði.  Það getur vel verið að umræddir útreikningar séu búnir að vera á hvers manns vörum um langa hríð ... en ég hef samt ekki heyrt á þá minnst fyrr og því læt ég þetta flakka ...

Á Vísindavef HÍ spyr Ingibjartur M. Barðason eftirfarandi spurningar: Hvað mengar eitt álver mikið í samanburði við bíl? Til dæmis þegar eitt álver bætist við, hvað jafnast það á við mikla fjölgun í bílaflotanum?

Auður H. Ingólfsdóttir sérfræðingur á landsskrifstofu Staðardagskrár 21 og Ragnhildur Helga Jónsdóttir sérfræðingur á landsskrifstofu Staðardagskrár 21 eru til svara og í ítarlegu svari þeirra kemur meðal annars fram:  "Ef miðað er við meðalstóran fólksbíl sem eyðir 9,5 l/100 km af bensíni og meðalkeyrsla á ári er 15.000 km, þá er losun hans 3.277,5 kg af CO2 á ári.  Því þarf um 172.000 slíka bíla til að losa sama magn af CO2 á hverju ári og Fjarðaál mun gera. Þetta eru álíka margir bílar og allir fólksbílar á Íslandi."

172.000 bílar!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband