Fínn pallur

Eftir að hafa haft viðkomu í Miklagljúfri á ferð minni yfir Bandaríkin fyrir nokkrum árum, þá get ég rétt ímyndað mér að það sé upplifun að ganga út á þennan nýja útsýnispall.  Ekki er þó laust við að ég finni til lofthræðslu við það eitt að horfa á myndina sem fylgir fréttinni og það sækir sterklega að mér að það sé banna að hoppa og fíflast, þegar komið er fram í "tána" á skeifunni, einfaldlega vegna hættu á að hún sporðreisist eða bogni.

Þá er þarna í fréttinni, nýstárlegt orð ... en það er orðið "næstfyrstur".  Í fréttinni segir: "Meðal fyrstu manna sem fetuðu sig út á pallinn var Buzz Aldrin, sem varð næstfyrstur manna til að stíga fæti á tunglið".  Já, það er alltaf gaman að bæta við orðaforðann sinn ...


mbl.is Indjánahöfðingjar og fyrrverandi geimfari í 1.200 metra hæð yfir Miklagljúfri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get nú ekki sleppt því að hugsa sem svo að af þessu mannvirki hljóti að vera talsverð sjónmengun   Ekki held ég að ég kæmist út á þennan pall þó að ég myndi reyna að skríða, hjartað í mér hættir að slá þegar ég er komin upp í vissa hæð !

Helga Snædal (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband