19.3.2007 | 23:57
Skrifið undir!!!
Fer orkan ef hún verður ekki gripin núna? Eða er virkjunarbrjálæðið kannski hræðsla, vonleysi, skortur á hugmyndaauðgi og oggulítil græðgi? Hví í ósköpunum má ekki setja fram forgangsröðun og stefnuskrá um nýtingu orkuauðlinda á Íslandi ... bara hægja aðeins á og líta í kringum sig. Eru bara engir aðrir möguleikar en að virkja og virkja ... helst umhugsunarlaust.
Með þessu er ég þó ekki að segja að það virkjunarbann eigi að ríkja á Íslandi í framtíðinni ... það er hins vegar vel í réttlætanlegt að mörkuð sé stefna í þessum málum.
Yfir 1.400 manns hafa undirritað sáttmála um framtíð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar tel ég vafasamt að allir Íslendingar séu taldir með án tillits til aldurs og vísa þá til þess að frændur mínir Trausti 5 mánaða og Sigfús Kjartan 8 mánaða eru vafalaust ekki í stakk búnir að mynda sér yfirvegaða skoðun á málinu. Því er rökrétt að ákveðnum aldurshópum sé sleppt í fjöldaútreikningum ... hvaða aldurshópar það eiga að vera er hinsvegar álitaefni. Holdgervingur baráttunnar um að foreldrar eigi ekki að gera börnum sínum upp skoðanir er náttúrulega Helgi Hóseasson, sem hefur ekki ennþá tekist tæplega níræðum að aldri, að fá afskírn, eftir að kristni var þröngvað upp á hann, vegna þess að hann hafði ekki vit til að verja sig - að því er hann sjálfur segir ...
Páll Jakob Líndal, 20.3.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.