Vandi tölvunarfræðinnar

Tölvunarfræðin glímir við ímyndarvanda og er misskilin.  Misskilningurinn felst í að of margir telja tölvunarfræði einungis vera forritun og hin staðlaða ímynd forritunar er  "sveittur karl úti í horni í netabol að drekka kók". 

Aðeins tvær stelpur tóku þátt í forritunarkeppni framhaldsskólanna, samkvæmt Fréttablaðinu í dag.  Eftir því sem ég fæ lesið út úr fréttinni, voru piltarnir 52 talsins, samkvæmt því kynjahlutföll 96% karlar á móti 4% kvenna.  Kannski ekki skrýtið í ljósi misskilningsins og ímyndarvandans ... en hér er svo sannarlega óplægur akur fyrir feminista.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband