Spennubreytirinn

Í gćr dó spennubreytirinn viđ tölvuna mína.  Dálítil vonbrigđi og óţarfa peningaútlát.  Kaup á nýjum óhjákvćmileg.  Fyrirfram hefđi ég samt taliđ ţađ lítiđ mál ađ kaupa spennubreyti fyrir fartölvu ... tölta til söluađila tölvunnar og tjá honum vandamáliđ, fá nýjan breyti og fara heim aftur.

En nei ... ég hafđi varla stundiđ upp erindinu, ţegar pilturinn sem var til svara hjá söluađilanum, svarađi umsvifalaust ákveđnum og skýrum rómi: "Eigum 'ett ekki!!"  Viđ nánari athugun vissi hann heldur ekki hvar ég gćti fengiđ spennubreyti sem passađi og ţađ sem meira var ... honum virtist vera algjörlega drullusama.  "Er tölvan ţá ónýt?" spurđi ég í fávisku minni.  "Tékkađ' á Office One."  Ég í Office One, svo í Tölvulistann, loks í BT, ţar sem ég fékk fékk breyti en ţađ gat enginn ţar stađfest ađ ég myndi ekki eyđileggja tölvuna ef ég setti hana í samband međ hjálp umrćdds spennis.

Ţegar ég kom heim aftur međ nýkeyptan gripinn, greip mig óstjórnleg hrćđsla um ađ tortíma tölvunni og öllu ţví mikilvćga efni sem hún heldur utan um.  Ég fletti upp í símaskránni og leitađi ađ tölvuverkstćđi.  Fann eitt gott á Skólavörđustígnum og ţar sem ég var varađur viđ ... og mér bent á verslunina Íhluti í Skipholti.  Ţar var öllu kippt í liđinn og BT fékk varninginn sinn aftur - allt endurgreitt í topp, sem var gott mál.  3 klukkutímar farnir í spennubreytiskaupin ... sem ég fyrirfram hefđi ćtlađ ađ tćkju 30 mínútur.  Mín heimska!!  Takk Íhlutir og takk tölvuverkstćđiđ á Skólavörđustíg!!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pffff...þjónustustigið er ekki alltaf svo frábært!!!

Helga Snćdal (IP-tala skráđ) 14.3.2007 kl. 16:11

2 identicon

Ţetta eru nú svoddans smáaurar líka, hvađ er ein tölva á milli vina... eđa á milli vísakortareikninga ef út í ţađ er fariđ?

Helga Guđrún (IP-tala skráđ) 20.3.2007 kl. 16:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband