Að vera með og á móti virkjunum og stóriðju

Sigurjón Benediktsson tannlæknir á Húsavík skrifar eftirfarandi í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni "Hver á mengunarréttinn?" (vægast sagt kostulegur texti):

"Ég er fylgjandi virkjunum og uppbyggingu stóriðju þar sem hægt er að beita mótvægisaðgerðum.  Það er hægt í Þingeyjarsýslum.  Nóg af eyðimörkum má græða upp og binda þannig gróðurhúsalofttegundir.  Ennþá nóg af vinnufúsum höndum til að takast á við verkefnin.  Ekki þarf að umbylta þjóðfélaginu.  Þensla ekki til, hvað þá vandamál.  Sáralítil mengun á sér uppruna í Þingeyjarsýslum nema frá eyðimörkunum.  Fyrirtæki enda tilbúin að koma.  Hvað gerist þá? Rísa ekki upp þensluþandir forræðishyggjendur sem eru haldnir blindu svartrar náttúruverndar og sjá því allt til foráttu að virkjanir og stóriðja komi annars staðar að gagni en á Suðvesturlandi.  Og kalla sig umhverfisvini og verndara!  Hvar er baráttan fyrir mótvægisaðgerðunum við allri mengun kaffihúsafólksins á höfuðborgarsvæðinu?"

Ég spyr nú bara, hvar eru þessir náttúruverndarsinnar sem tala gegn stóriðju í Þingeyjarsýslum en agitera fyrir virkjunum og stóriðju á Suðvesturlandi?  Persónulega hef ég ekki hitt einn einasta mann sem á þessari línu ... en Sigurjón getur sennilega bent á slíkt fólk ...

Ég hef heldur aldrei heyrt talað um að eyðimerkur séu mengunarvaldar ... en hér er greinilega kominn nýr vinkill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sem ég held að Sigurjón sé að benda á og ekki að þarflausu er að mótmælin eru mest þegar raska á einhverju sem er fjarri höfuðborgarsvæðinu.

Að sjálfsögðu geta eyðimerkur verið mengunarvaldar. Þegar stífar og hlýjar suð-vestanáttir ríkja á sumrin þá er ekki hægt að hengja út þvott á Austurlandi vegna moldroks. Er það ekki vegna mengunar? Eða hafa "náttúrverndarsinnar" einkarétt á því hvernig hugtakið er skilgreint?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband