8.3.2007 | 16:19
Fróðlegur vinkill
Doktorinn Guðbjörg Hildur Kolbeins kemst að athyglisverðri niðurstöðu þegar hún segir mynd framan á fermingarbæklingi Smáralindar vera blöndu saklausrar barnæsku og stellinga úr klámmyndum.
"Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum."
Þessi fullyrðing ber frjóu hugmyndarflugi Dr. Kolbeins fagurt vitni.
Því miður get ég ekki birt myndina hér á vefsvæði mínu, hún er of dónaleg til þess, en áhugasamir geta kíkt á bls. 50 í Fréttablaðinu í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.