7.3.2007 | 11:28
Er í lagi að lemja í andlit manns með hafnarboltakylfu?
Ég hef svolítið verið að spyrja mig þeirrar spurningar hvort mér beri að finna til með Geir Þórissyni sem þarf að dúsa í fangelsi í Bandaríkjunum, reyndar slæmu fangelsi, fyrir það að hafa lamið mann í hnakkann og í andlitið með skelfilegum afleiðingum fyrir fórnarlambið. Það gæti nú verið fróðlegt að heyra hvað fórnarlambið hefur um málið að segja ... hvað myndi maður sjálfur segja ef maður yrði sleginn með hafnarboltakylfu í andlitið?
Athugasemdir
auðvitað fyrirlítur maður svona hrottaskap eins og Geir er sekur um, en þar sem þetta var hans fyrsta brot að þá finnst mér það algjöran harmleik að loka manninn í öll þessi ár, ætli maðurinn hefði ekki séð að sér og talið braut glæpa væri ekki sú braut fyrir hann, hefði hann fengið.. segjum 5 ár og ríflega sekt.
Þegar menn brjóta síðan aftur af sér að þá er eflaust hægt að réttlæta mun þyngri dóma.
gulli (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.