1.3.2007 | 11:37
Ástríða í matargerð!!
Mér finnst það bera vott um mikinn húmor hjá markaðsdeild niðursuðuverksmiðjunnar Ora að hafa slagorð fyrirtækisins "Ástríða í matargerð", því í mínum huga eru fiskibollur eða -búðingur í dós, grænar baunir, maís og rauðkál í niðursuðuumbúðum, að ógleymdri hinni sívinsælu tómatsósu, einmitt dæmi um alls enga ástríðu í matargerð ...
Það skal þó tekið skýrt fram að ég er mikill aðdáandi framleiðslu Ora ... enda kokka ég af dauflegum áhuga.
Athugasemdir
Já þarna er ég þér sko hjartanlega sammála. Þeir hljóta að hafa legið í krampakasti af hlátri þegar þeim datt þessi frasi í hug :o) Og hvaða snillingur samþykkti svo að nota hann í alvöru? Þarna er örugglega góður efniviður í fyndnasta mann Íslands innanborðs.
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.