24. febrúar 2007 var KISS-dagur!!!

Í gær birtist hér á síðunni fyrirsögnin "24. febrúar er KISS-dagurinn" og þar fyrir neðan var mynd af fjórum þekktum andlitum rokksögunnar - andlitum hljómsveitarinnar KISS.

Svo rann þessi merkilegi dagur upp, bjartur og fagur ...

Boðað hafði verið til samkomu hjá hinum íslenska aðdáendaklúbbi bandarísku iðnaðar- og glysrokksveitarinnar KISS.  Allir félagar í aðdáendaklúbbnum eru grjótharðir fylgismenn fjórmenninganna fagurskreyttu og hafa stutt sveitina í gegnum súrt og sætt, eitthvað á 3. áratug.  Aðdáunarferill flestra í klúbbnum átti sitt upphaf um það leyti, þegar lagið "Lick it up" kom fram á sjónarsviðið og Fálkinn auglýsti samnefnda plötu grimmt í sjónvarpinu, ásamt nýju plötunni með London Philharmonia Orchestra.  

Sá sem hér ritar á sér þó ívið lengri sögu sem aðdáandi hljómsveitarinnar því upphaf hennar má rekja aftur um 25 ár eða frá hann heyrði lagið "I love it loud" leikið í þættinum Lög unga fólksins árið 1982.  Þá var eldri bróðir ritara svo indæll að taka lagið upp á kassettu, og gat ritari því hlustað á lagið hvenær sem honum hentaði, það er að segja ef bróðirinn var ekki heima. 

Það varð ekki aftur snúið.

Ritari varð í hvert skipti gagntekinn - lagið hófst á þungum trommutakti trommuleikarans Erics Carrs og skömmu síðar tóku hinn tungulipri bassaleikari Gene Simmons og gítarleikarinn Paul Stanley til við að syngja hið vel þekkta "Ohhh Ohhh Ohhh Ohhh Ohhh Ohhhh Ohhhh o.s.frv." 

Velmeinandi texti lagsins hófst svo á þessa leið:

"Stand up, you dont have to be afraid, get down - love is like a hurricane
Street boy, no I never could be tamed, better believe it ... "

Það flottasta í laginu var samt þegar Gene Simmons sagði dramatískri röddu "gat mí nö" í hvert sinn sem viðlagið hófst.  (Seinna kom reyndar í ljós að það sem GS raunverulega sagði á þessum tímapunktum í laginu var "cos, I love it ..." en það er reyndar annað mál!) 

Ef þú ert eldri en 8 ára þá þekkir þú þetta lag ... það er pottþétt, tékkaðu bara á því hér!!  KISS í fullum skrúða ...

Sum sé allt frá þessum dögum, hafa fjórmenningarnir í KISS leikið stóra rullu.  Þeir hafa alltaf staðið sína plikt ... algjörlega óháðir því sem gengið hefur á í mínu lífi, að minnsta kosti. Til dæmis syngur Ace Frehley gítarleikari alltaf fyrir mig lagið "Shock me" þegar ég set plötuna "Love gun" á fóninn og vel lag nr. 4.  Það er ekki lítils virði þegar öllu er á botninn hvolft.

Æiii ... nú er þetta að verða slattamikil steypa hjá mér ... en það sem ég vildi sagt hafa er að ...

24. febrúar 2007 var dagur tileinkaður þessari merku hljómsveit og slíkir dagar eru alltaf hátíðisdagar - þeir eru KISS-dagar.


Destroyer

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband