25.2.2007 | 01:53
Að síðustu ... um klámráðstefnuna
Það má ef til vill taka undir orð femínista og hinnar þverpólitísku samstöðu stjórnmálaflokkanna um að ráðstefna fólks í klámiðnaði sé ef til vill ekki það besta sem getur komið fyrir land og þjóð ... en samt finnst mér sú aðgerð Radison SAS að úthýsa fólkinu, á þeim forsendum að Íslendingar kæri sig ekki um ráðstefnur af þessu tagi, eitthvað sem setja má spurningamerki við.
Mér fannst orð Guðmundar Steingrímssonar á baksíðu Fréttablaðsins í dag vera orð í tíma töluð. Þau sögðu eiginlega nákvæmlega það sem mér finnst um það mál, en satt að segja hef ég lent í töluverðri krísu með að mynda mér skoðun á málinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.