Miðvikudagur 8. maí 2013 - Sumargleði

Svei mér ef sumarið er ekki að detta inn - það er nú líka eins gott, því í kvöld skal haldið í "Sumargleði". Þetta er víst alvöru partý - dresskód og tilheyrandi.

Það er svolítið gaman að upplifa sumarið detta inn svona snemma í Reykjavík - mig minnti einhvern veginn að það ætti að vera seinna á ferðinni. En minnið er eitthvað að svíkja mig ... ég hef ekki upplifað íslenskt vor síðan 2006. 

Bróðir og mágkona á Akureyri eru ekki alveg í sömu hugleiðingum ... þar er fagnað hverjum snjólausum klukkutíma. En það er einföld lausn við þessu hvimleiða snjóvandamáli ... sem er að færa sig sunnar á landið. 

Ég held að þetta sé eitthvert innhaldslausasta blogg sem ég hef skrifað en ég þori ekki annað en að fylla út í bloggkvótann vegna fjölda einlægra áskorana um að halda úti bloggsíðu. Hinsvegar er ég svo stressaður núna að ég nái ekki að komast í búð til að kaupa sumarföt fyrir "Sumargleðina" að mér dettur ekkert af viti í hug.  

 

Jú, hér er eitt sem verður að dokjumentera. Guðrún hefur lengi verið lin þegar kemur að því að borða eitthvað annað en ís og kex. Hún samþykkir aldrei ábót á diskinn ... fyrr en í gær ...

"Viltu meiri jógúrt?"

"Hmmmmmm ... hmmmmm ... hmmm ... já takk!"

Kraftaverkin gerast enn.

 

Sumarmynd í tilefni dagsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband