Mánudagur 6. maí 2013 - Best að byrja aftur

Jæja ... núna er ég búinn að fá svo margar fallegar beiðnir um að fara að blogga aftur að ég læt tilleiðast. Reyndar var síðasta beiðnin kannski ekki alveg með blíðasta móti þannig að nú bít ég í skjaldarrendur og tek á því. Annars gæti farið illa fyrir mér ... eftir því sem mér skilst. Alltaf gott að hafa góða hvatningu :) .

Það er náttúrulega óhemjumikið búið að gerast frá því ég átti afmæli og bloggaði síðast. Verst er að ég er svolítið búinn að gleyma flestu af því sem fréttnæmt er ... en jæja ...

---

Palli sonur minn breytist lítið hvað varðar eilífar neitanir - það er nánast sama að hverju hann er spurður, svarið er í 99,99% tilfella "nei".

Raunar er það svo slæmt að um daginn þá álpaðist drengurinn til að segja "já" og Guðrún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. "Hann sagði "já"", hrópaði hún glaðbeitt og hljóp til mín - já, það var svo sannarlega ástæða til að fagna. Ég er ekki frá því að hún hafi fengið aukaslag þegar hún heyrði "já"-ið - svo óvænt var það.

Palli getur þó sagt ýmislegt annað en "nei" - hann getur t.d. sagt "Vuvún" og á þá við systur sína Guðrúnu. Svo getur hann sagt "Lalla" og þá er hann að tala um sjálfan sig.

 

Guðrún er hinsvegar með hressasta móti - svona oftast nær. Hún vill helst alltaf vera að gera æfingar og nýlegir þættir á RÚV um Skólahreysti hafa verið sem olía á eld - núna hendir hún sér fyrirvaralaust í gólfið á öllum mögulegum og ómögulegum tímum og fer að gera armbeygjur. Það var nú ekki hægt annað en glotta útí annað þegar GHPL tók einn daginn upp á því að gera armbeygjur þannig að fæturnir voru uppi á stofuborðinu en hendurnar á gólfinu. Svo var byrjað. Skólahreysti. 

 

Jæja ... nú hljóta hlutirnir að fara að gerast á þessu bloggi. Læt þetta duga í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Betur má ef duga skal, þú verður að halda þessu áfram :)

Guðmundur Sverrir Þór, 7.5.2013 kl. 11:11

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Akkúrat! :)

Páll Jakob Líndal, 8.5.2013 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband