Miðvikudagur 28. nóvember 2012 - Bent og neitað

Annasamur dagur að kveldi kominn.

Skrapp um miðjan daginn á fund á leikskólanum hjá þeim PJPL og GHPL. Þar var töluvert spjallað og farið yfir það hvað á dagana hefur drifið frá því skólagangan hófst.

Hjá GHPL var full mappa af alls kyns dóti - hjá PJPL voru það tvö blöð :) . Skýrist kannski af lengd skólagöngunnar en PJPL gæti samt alveg fengið tvö blöð í viðbót. Það verður spennandi að sjá. 

En á öðru blaðinu sem PJPL fékk var saga af því þegar hann sat og benti á myndir. Við þá athöfn bankaði hann ítrekað með vísifingrinum á myndirnar og sagði "öh, öh, öh, öh", alveg þangað til hann fékk viðbrögð frá viðmælanda sínum.  Þetta var saga frá því í september.

Það merkilega í þessu er að ég var fyrst að taka eftir þessu háttarlagi hjá manninum núna nýverið. Hef greinilega verið með augun gjörsamlega lokuð. Miðað við söguna hefur samt orðið nokkur þróun hjá syninum því nú er ekki nóg að bregðast við bankinu. Það verður að bregðast rétt við bankinu annars er bara haldið áfram að banka og segja "öh, öh, öh, öh". 

 

Það er óhætt að segja að drengurinn sé nákvæmur!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband