26.11.2012 | 22:40
Mánudagur 26. nóvember 2012 - Ferđ til Riga
Jćja ... ţá er mađur reynslunni ríkari eftir ađ skroppiđ yfir Eystrasaltiđ og tekiđ stöđuna í Riga í Lettlandi.
Ţetta var fín ferđ - sigldum međ Tallink Silja Romantika og til baka međ Festival. Í Riga er margt merkilegt ađ sjá. Margt gamalt og sumt nýtt. Sumt úr sér gengiđ, annađ ekki og enn annađ í mjög góđu ástandi.
T.d. ţessi bygging - House of the Blackheads (Melngalvju nams) sem var jöfnuđ viđ jörđu í síđari heimstyrjöldinni en endurbyggđ.
Freedom-minnismerkiđ er líka stórglćsilegt.
... svo var líka leikiđ sér ...
---
Börnin tóku sig afskaplega vel út í ferđinni ... og gullkorn féllu ...
Nei-mađurinn ógurlegi fór hamförum í ferđinni og neitađi u.ţ.b. öllu sem hann var spurđur um. Ţráđist viđ ţegar hann var settur í kerruna, lét fara í taugarnar á sér ef hann fékk ekki ţau svör sem hann óskađi eftir og lét GHPL heyra ţađ ef honum mislíkađi viđ hana.
Allt var ţetta gert međ einu litlu ţriggja stafa orđi: NEI!
Annars var hann afar skemmtilegur í ferđinni, hress og áhugasamur ... já og töluvert ţreyttur á köflum. Vildi helst alltaf sofa af sér matartímana ... einkennileg árátta ţađ.
Á heimleiđinni fékk stefndi í gott deit hjá okkar manni, ţegar hann hitti stelpu á svipuđum aldri sem vildi dansa viđ hann ...
---
GHPL stóđ líka vaktina međ mikilli prýđi ...
Eitt helsta umhugsunar- og umrćđuefniđ af hennar hálfu voru löggur og bófar.
"Af hverju eru bófar?" var spurning sem mjög oft hljómađi í ferđinni.
"Ţetta er bófi" var fullyrđing sem mjög oft hljómađi í ferđinni.
"Ţarna er löggubíll!!!!" heyrđist líka mjög oft.
"Löggan er komin til ađ taka bófana og setja ţá í fangelsi ... og Spiderman og Súperman og Batman eru ađ hjálpa löggunni ţví ţeir eru góđir. En af hverju eru bófar?".
Ţetta er alveg frábćrar vangaveltur, sem ég reikna međ ađ hafi náđ algjöru hámarki í ţessari ferđ.
GHPL hefur líka veriđ mikiđ í ţví ađ leika litla barniđ bróđur sinn. Okkur Laugu finnst ţetta ekkert sérstaklega skemmtilegt og hvetjum hana eindregiđ til ţess ađ vera bara hún sjálf.
Á pizzustađnum "illy" var fór hún hamförum í hlutverki "litla barnsins". Gekk um stađinn, sagđi "vakvakvak ... " og vildi endilega vera ađ ţykjast sleikja einhverja skopparakringlu sem ţarna var.
"Guđrún mín" sagđi mamma hennar "okkur finnst svo miklu skemmtilegra ţegar ţú ert bara stór stelpa".
Ţá rak GHPL upp stór augu, "já ... en mamma ... ég, ég, ég er ekki litla barniđ ... ég er Andrés Önd!!"
Ţegar betur var rýnt í leikinn mátti jú alveg sjá takta og heyra frasa sem fylgja Drésa. Ţetta var fullkomiđ ippon!!
GHPL međ skopparakringluna hlustar á fyrirlestur um ađ skopparakringlan sé skítug og öll útbíuđ í bakteríum.
---
GHPL tók ađ sér mjög vandasamt hlutverk í borđsal skipsins en ţađ var ađ fćra barnastól ađ borđinu. Hún stillti honum upp viđ enda borđsins en bróđir hennar vildi ekki setjast í stólinn. Hann var ţeim mun ákafari ađ setjast í hefđbundinn stól.
Ţá greip GHPL til sinna ráđa: "Nei, nei, nei, litli bróđir ... ţú mátt ekki sitja í ţessum fullorđinsstól ... ţú átt ađ sitja í ţessum" og benti á barnastólinn "ţú ert ekki Guđrún!!!"
Í klefa 4325 í M/S Romantika á leiđ til Riga.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.