19.6.2012 | 22:06
Þriðjudagur 19. júní 2012 - Tónskáld og útileikir
Jæja ... í fyrsta skipti í kvöld var ég viðriðinn það að semja lag.
Ok ... kannski ekki alveg í fyrsta skiptið því við Lauga höfum verið að semja lag í nokkurn tíma ... ekki að það gangi nokkurn skapaðan hlut hjá okkur.
En í kvöld var ég að semja lag svona fyrir alvöru með Janne gítarleikaranum í hljómsveitinni. Hann mætti með hugmynd að lagi, svo fór það að taka á sig einhverja mynd, ég bætti söngmelódíu ofan á, þannig að í lokin voru við komnir með uppkast af lagi.
Janne vill endilega að ég semji texta, þannig að hann hefur greinilega fulla trú á mér í þessu ;) ... en já, þetta var mjög skemmtiegt.
Í gær var svo hljómsveitaræfing, svaka stuð í næstum 3 klukkutíma. Ég hef verið betur stemmdur raddlega, var alltof stífur og aldrei þessu vant var ég smá sár í hálsinum eftir sessionina en hvað gerir maður ekki fyrir rokk og ról.
---
Af öðrum er gott að frétta. Allir í stuði.
Guddan er nú kominn á þann stall að nú eru krakkar farnir að spyrja eftir henni. Og GHPL tekur vel í það. Raunar er það svo að í fyrsta skipti hringdu krakkar bjöllunni og spurðu hvort GHPL mætti koma út að leika.
Ég neita því ekki að það hreyfði aðeins við mér ;) . Það er alveg merkilegt hvað allt viðkomandi þessum krökkum ristir djúpt ... hvenær hefði ég getað ímyndað mér að ég myndi kippa mér upp við það að einhver spyrði hvort einhver annar mætti koma út að leika.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.