Með puttann á púlsinum ...

Mörgum þótti ég tala heldur glannalega, þegar ég skrifaði vangaveltur mínar um hugsanlega Sydney-ferð eftir 19 daga á þessu bloggi mínu í gærmorgun.  Ekki svo að skilja að þetta blogg hafi komist í heimspressuna en ég fékk allavegana nokkur komment, aðallega þó í gegnum síma.  Sjálfsagt til að fólk þyrfti síður að gæta orða sinna.  Þar sem erfitt var fyrir mig að komast að fyrir orðaflaumi viðmælenda minna þá upplýsist það hér með á sjálfum veraldarvefnum, að Lauga spúsa mín til síðustu 10 ára, er með puttann á púlsinum varðandi öll mín mál, hvort sem um er að ræða nám í  Ástralíu eða það eitt að skreppa út að hlaupa ... Svo vel er hún með á nótunum að stundum finnst henni sjálfri nóg um!!!  Lauga mín - ef þú lest þetta væri gott ef þú myndir staðfesta þetta!!

Kvenfrelsishetjurnar ættu því að geta andað rólegar ...

En er óeðlilegt að aðeins slái úti fyrir manni, þegar maður fær 19 daga til að umbylta lífi sínu og flytja hinumegin á hnöttinn í X mörg ár??  Hvað myndu kvenfrelsishetjurnar gera í slíkri aðstöðu?

Jamm ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá!! til Sidney, það er ekkert smá spennandi!! En 19 dagar eru vissulega ansi stuttur fyrirvari! Og það sem er mikilvægast, hvað verður þá um spilaklúbbinn, ansi langt að skreppa í spil til Sidney :)

Benný (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:14

2 identicon

Já auðvita veit ég vel um öll okkar mál. Því staðfesti ég það hér.   Skiljanlega verðum við bæði ringluð um hvað eigi að gera þegar svona stuttur fyrirvari er á hlutunum.

Lauga

Sigurlaug (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 14:29

3 identicon

Ef Lauga er að fylgjast með því hvenær þú ferð út að skokka þá gerir hún varla margt annað.  Einmitt.

gene

gene (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:16

4 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Hvað er gene eiginlega að vilja upp á dekk!!!  Ég er alltaf úti að hlaupa og Lauga gerir ekkert annað en að fylgjast með þeim afrekum mínum!

Páll Jakob Líndal, 16.2.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband