16.2.2007 | 00:09
Súperform á sex vikum!!!
Auglýsing frá NordicaSpa: Súperform á sex vikum!
Námskeið hannað af Goran Kristófer, íþróttafræðingi, til að koma fólki af stað á árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma fólki á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Hvað þýðir að komast á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu?
Spurningar: Er andleg og líkamleg innstæða hjá hinum venjulega manni að komast í súperform á sex vikum? Það er sérstaklega auglýst að á námskeiðinu sé strangt aðhald - ef ekki er innistæða fyrir súperforminu, er þá ekki líklegt að flestir slaki á um leið og námskeiðinu lýkur? Súperformið verði þá bara að formi?
Ég hef sjálfur reynt að skilgreina hvað er að "vera í formi". Ég veit varla hvort sú skilgreining mín heldur vatni en það er þó allavegana tilraun. En námskeiðið er að minnsta kosti fyrir þá sem vilja "komast í form", þó ef til vill enginn spái í hvenær hann sé í formi og hvenær ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.