Mánudagur 11. júní 2012 - Sænskt tap en sigur hjá Vaksala Vets

Þessi dagur hefur nú farið í allt annað en að vinna ... 

... eftir að hafa gætt barna og buru í fram yfir hádegið, lagði ég ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum land undir fót og skrapp til Örsundsbro að skoða íbúð. Ágætis díll virðist vera þar á ferðinni en satt að segja er ég ekkert of bjartsýnn með að við löndum þessari ...

... sem skiptir kannski ekki máli. Það verður þá bara eitthvað betra sem bíður okkar ... ekki vafi.

Eftir að hafa dvalið dágóða stund í Örsundsbro, var farið heim, unnið svolítið, fengið sér að borða og loks var komið að fyrsta leik Svía á EM 2012. Ekki gat maður látið það framhjá sér fara.

Sæmilegur leikur og Svíar hefðu vel mátt setj'ann í lokin en það tókst hinsvegar ekki þannig að þeir töpuðu 1-2 fyrir Úkraínu.

---

Í gær var hinsvegar leikur hjá okkur í Vaksala Vets, sem er nokkrum styrkleikaflokkum fyrir neðan sænska landsliðið hvað getu snertir.

Við gerðum góða ferð til Almunge og unnum "geysisterkt" lið  Funbo með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn fór fram á grasi og mikið andsk ... voru það mikil viðbrigði frá gervigrasinu sem vanalega er spilað á. Mér fannst ég vera svona 20 kg þyngri en ég er í raun og er það þá orðin talsverð þyngd sem hér um ræðir.

Hef klárlega spilað betri leik á ævinni en örugglega líka verri leik en því miður fór ég ekki almennilega að skemmta mér fyrir en í seinni hálfleik.

En nú eru komnir tveir sigurleikir í röð hjá Vaksala Vets og einn leikur eftir fyrir sumarfrí. Ég man ekki hvað liðið heitir sem við eigum að spila á móti næsta sunnudag en ég man samt að við töpuðum 9-2 fyrir þeim í fyrra. Það tap er það mesta og besta sem ég hef upplifað á mínum fótboltaferli. Sjálfur skoraði ég annað mark okkar og breytti þá stöðunni í 2-2 en eftir það opnuðust allar flóðgáttir ...

Eftir leikinn kom svo í ljós að íþróttahúsinu hafði verið læst og þar með tapaði ég skónum mínum sem stóðu, fallega uppraðaðir í skóhillunni, handan við læstu glerhurðina. Af einhverri rælni hafði ég álpast til að taka fötin með mér út á völl ... man ekki ástæðuna ... en skilið skóna eftir.  

Sjónstöðvarnar í mér hafa ekki greint þá skó aftur og mun sennilega ekki gera héðan af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Í fyrra hélt liðið V.A.L.L.K. en í ár heitir það K/A//L-L/V.

Guðmundur Sverrir Þór, 12.6.2012 kl. 08:46

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Já, þarna kom nafnið og nýja nafnið líka ... þvílíkt "kreatiftí" í nafngiftinni :)

Páll Jakob Líndal, 12.6.2012 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband