Þriðjudagur 8. maí 2012 - Gott veður í Uppsala

Við Stubbur skruppum í góða strætóferð í morgun og þegar við komum aftur skruppum við í göngutúr enda sá yngri ekkert á leiðinni að fara að sofa eins og hann gerir yfirleitt eftir strætóferðina. 

Í blíðskaparveðri gengum við um hverfið, hlustuðum á fuglasöng, klukknahljóm og börn að leik ... ekki amaleg blanda það. 

Stubbi fór svo aftur í strætóferð og aftur út að leika sér seinnipartinn.  
"Hann er útióður" sagði móðir hans þegar komið var inn.

Guðrún var að sjálfsögðu með þeim úti. Var að sýna æfingar á einhverri rá á róluvellinum og lagði sig fram um að það kenna 7 og 8 ára stelpum sem voru þarna líka, einhverjar listir. Eftir því sem heimildir herma reyndu þær eldri eitthvað að gera en voru víst passlega áhugasamar. 

Hjá mér var deginum varið að mestu í greinarskrif ...

---

En þetta er nú ekki dónalegt hverfi sem maður býr í ...

 

Þó húsin séu kannski ekkert æðislega flott, þá er það aðdáunarvert hvernig allt hverfið hefur verið skipulagt og unnið. Með því á ég við að umhverfið milli húsanna hefur fengið mikið vægi og það er klárlega ekki látið mæta afgangi, eins og gjarnan vill brenna við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegar götumyndir sem skora hátt á endurheimtarskalanum :)

Stjóri (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 00:09

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

:) ... skora mjög hátt á endurheimtarskalanum ...

Páll Jakob Líndal, 9.5.2012 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband