Sunnudagur 6. maí 2012 - Bolti, setning & hugsanlegur samningur

Og áfram um fótbolta ... en deildarkeppni heldri leikmanna hér í Upplandi hófst í dag. 

Vaksala Vets mættu GUSK.

Leikur sem átti að vera skemmtilegt að spila snerist algjörlega upp í andhverfu sína. Lið Vaksala Vets getur hreinlega ekkert.
Ég myndi segja að vandamál Vaksala Vets hafi veri öll þau sömu og hjá Liverpool í bikarúrslitaleiknum í gær - margfölduð með 100. Enginn "holling" á liðinu, lélegur varnarleikur og gjörsamlega bitlaus sóknarleikur. 

Niðurstaðan 0 - 6.

--- 

Guðrún átti gullvæga setningu um daginn þegar hún og mamma hennar voru einu sinni sem oftar að hlaupa til að ná strætó. Eitthvað voru þær sérstaklega tæpar í þetta skiptið því í atganginumm hrópaði GHPL með angist í röddinni: "Spring för livet!!"
Dramatískt skal það vera ... þetta hlýtur að vera lærdómur sem rekja má til leikskólans.

---

Eitthvað virðist nú vera að rætast úr húsnæðismálum okkar en samkvæmt plani verðum við húsnæðislaus 1. júlí.
Við skoðuðum ágætis húsnæði í dag og samningar náðust við eiginkonuna en svo fengum við tölvupóst í kvöld frá eiginmanninum sem hljóðar upp á dulítið annað. Augljóst að þau þurfa eitthvað að samræma hlutina hjá sér. 
Það verður því beðið með að fagna þar til búið er að ganga frá lausum öllum lausum endum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband