Fimmtudagur 3. maí 2012 - Nú verður að fara að gera betur

Ég hef dálitlar áhyggjur af því hvað ég er orðinn hundslappur í blogginu. Verð sjálfsagt að taka mig í gegn eins og ég geri stundum ... það skilar oft ágætis árangri.

Hér halda skemmtilegir hlutir áfram að gerast. 

Guddan sofnar í vagni bróður síns í strætónum á heimleið úr danstíma. Mannseskjan er alltof stór í þennan blessaða vagn ... en það fær mig til að minnast þess sem sölumaður vagnsins sagði við okkur þegar við keyptum hann í Sydney í júní árið 2008.

"Þessi vagn er fyrir börn allt til fjögurra ára aldurs" (... eða var það sex ára aldur?) ... jæja, hvort sem heldur er ... þetta er haugalygi. Það fer ekkert barn eldra en tveggja ára ofan í þennan vagn svo sómi séð að. 

Við feðgarnir höfum nú tekið upp náið samstarf á nýjan leik eftir að frænkan úr Grindavík yfirgaf svæðið sl. sunnudag.
Samstarfið gengur svo líka vel. Stubbur þeysist um í strætó á morgnana þegar við förum með Gudduna og sofnar svo á bakaleiðinni og sefur til 12. Þá vill hann fá eitthvað að borða, ganga svolítið um, skreppa út á svalir og svona og svo kl. 13 kemur móðir hans og hann fer í aðra strætóferð. 

Karlanginn er enn dálítið valtur á fótunum þrátt fyrir að vera bara býsna góður. Þröskuldurinn út á svalir er stundum erfiður en oftast gengur það ágætlega.
Stundum fellur hann þó, án þess að maður átti sig alveg á ástæðu þess.  T.d. um daginn stóð hann og studdi sig við hurðina á uppþvottavélinni sem þá var opin. Og upp úr þurru verður honum fótskortur, fellur niður á hnén, þaðan á bakið og veltur heilan hring, þannig að hann endar á maganum. Þetta minnti helst á fótboltamann sem verður fyrir hressilegri tæklingu. En svona er þetta bara stundum, þegar maður er 1 árs.

Núna er Lauga formlega búin með námið sem hún hóf í september 2010 og varð frá að hverfa þegar PJPL fæddist þann 30. apríl 2011. Þá átti hún eftir 4 vikna verknám sem hún sum sé hefur lokið núna. 
Það verður að segja að hún hefur tekið þetta nám geysilega föstum og sannfærandi tökum. Fyrir það fyrsta fór hún í það án þess að laun væru í boði á meðan en slíkt þekkist einfaldlega ekki hér. í öðru lagi var námið á sænsku, norsku og dönsku en það var engin fyrirstaða, í þriðja lagi var hún ólétt meðan á náminu stóð en það skipti engu máli og í fjórða lagi var hún best í bekknum.

Ef einhver telur sig geta gert betur þá væri gaman að sá hinn sami gæfi sig fram í athugasemdaboxinu hér fyrir neðan ;) . 

Sjálfur legg ég nótt sem nýtan dag til að hægt verði að skila inn doktorsverkefninu þann 31. ágúst nk.
Ég er ekki frá því að ég fari og fái mér góða steik þegar sú "innskilun" hefur átt sér stað. Bjóði jafnvel öðru heimilisfólki að koma með og njóta.

En ... "first things first" ... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér fyrir Bobbi minn ;)... já, þetta getur maður! Við getum nú ekki sagt að við förum auðveldustu leiðina í að mennta okkur! Það verður nú hátíð þegar þú klárar þitt :)

Lauga (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 12:53

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Algjörlega ekkert að þakka :)

... og já, það verður fagnað þegar ég klára mitt ... :D

Páll Jakob Líndal, 5.5.2012 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband