21.4.2012 | 22:50
Laugardagur 21. apríl 2012 - Rólegur dagur
Fremur tíðindalaus laugardagur hér í Uppsala.
Sjálfur var ég heimasíðuuppfærslu meðan allir hinir á heimilinu skruppu niður í bæ, jú og skrapp aðeins í ræktina líka.
Var með grein í Fréttablaðinu í gær sem fjallaði um hvort gera skuli Laugaveginn að göngugötu eða ekki. Ágætis grein held ég sem hægt er að líta á, ef áhugi er fyrir hendi, með því að smella hérna.
Á morgun liggur fyrir sigling með Eckerö til Álandseyja ... bara svona til að draga að sér ferskt loft og gera eitthvað annað en að horfa á eilíflega á tölvuskjáinn.
Athugasemdir
Flott grein í Fréttablaðinu - eins og við er að búast þegar Bobbinn tekur sig til :)
Stjóri (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 23:51
Kærar þakkir fyrir það :)
Páll Jakob Líndal, 23.4.2012 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.