Þriðjudagur 10. apríl 2012 - Nokkrir punktar

Þá eru nú páskarnir liðnir ... 

Á þessum bæ var m.a. skroppið í Skansen í Stokkhólmi í líka þessum bruna and$%&"#s gaddi. Samt mjög fín ferð.

Myndirnar verða að bíða því GHPL tók að sér það vanþakkláta verkefni að týna myndavélinni þegar hún var að leika sér með hana hérna innanhúss í gær. Sennilega liggur hún nú á góðum stað milli þils og veggjar.

Annars er óhætt að segja að blessuð börnin eigi stórleiki hér á hverjum degi ... ég þarf satt best að segja að fara að skrá þetta niður hjá mér jafn óðum. GHPL á margar gullvægar og kolbrenglaðar setningar á hverjum degi, t.d. "Af hverju varstu að tala með mér?" sem útleggst á sæmilegri íslensku "Af hverju vildirðu tala við mig?"

Þessa dagana er algjört teikniæði ... það hefur reyndar staðið í töluverðan tíma en það hefur aldrei held ég náð þeim hæðum sem nú.  Það er bókstaflega teiknað á allt sem hægt er að teikna á. Blaðabunkinn í prentarann sem taldi svona 450 blöð fyrir 1,5 mánuði telur svona 30 blöð núna (reyndar er nú meiningin að eitthvað af þessum 420 blöðum verði nýtt betur). 

En Guddan er eins og Stefán frá Möðrudal að því leytinu til að hún er mjög trú viðfangsefninu og teiknar næstum alltaf það sama, þ.e. prinsa og prinsessur (en Stefán málaði næstum ekkert annað en Herðubreið).

PJPL er í feiknastuði líka ... setti í dag persónulegt met þegar hann svaf í morgunlúrnum í 2,5 klukkutíma. Hann var að vonum ánægður með árangurinn. 

Það er gaman að sjá hversu mikla aðdáun hann hefur á systur sinni. Lýsir hún sér ekki síst í því að hann reynir að elta hana á röndum um alla íbúðina. Oftast nær virkar það bara ágætlega enda GHPL oft mjög góð við hann ... og tekur raunar mjög virkan þátt í uppeldinu á honum. Sussar á hann og siðar til af miklum móð. Stubbur tekur því bara ágætlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband