Í Sydney eftir 19 daga?

Hvað gerir maður, þegar umsókn manns um inngöngu í framhaldsnám í Háskólann í Sydney, er samþykkt með skilyrðum og manni sagt að önnin hefjist eftir 19 daga?  Vinnan, visað, uppfylling skilyrða, hvernig á að haga fjármálunum, hvað skal gert við íbúðina, hvað skal gert við bílinn eru allt spurningar sem þarf nú að bregðst fljótt við.  Hvað ætlar Lauga að gera? 

Að vísu hef ég uppi í erminni tilboð um inngöngu í University of Melbourne, þar sem ég má hefja nám hvenær sem mér hentar á þessu ári - þannig að maður fer til Ástralíu en mér finnst þeir í Sydney nokkuð brattir.  Sérstaklega vegna þess að prófessorinn "minn" þar sagðist hafa afgreitt málið út af sínu borði á afmælisdegi mínum, þ.e. 14. desember sl.  Tveimur mánuðum seinna kemur tölvuskeyti frá Alþjóðaskrifstofunni hjá USyd.

Hefur þú einhverjar tillögur um hvað sé best að gera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló

Hvað ætlar Lauga að gera?????  Eruð þið ekki búin að fara í gegnum þann pakka líka????  Er þetta ekki sameiginleg ákvörðun hjá "sambýlingum" ??  Maður bara spyr 

alexandra (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Góð athugasemd frá Alexöndru - en hver sagði að við Lauga væru "sambýlingar"?Það upplýsist hinsvegar hér með við erum það ... sem segir samt ekkert um það að ég geti ákveðið hvað Lauga gerir, þegar ég fæ boð um að fara í nám í Sydney með 19 daga fyrirvara.  Lauga var farin að sofa þegar ég fékk tölvupóstinn þaðan í nótt.  Í morgun þurfti hver að fara sína leið eins og gengur og því ekki tími að ræða málin út í hörgul ...  Niðurstaðan hefur því ekki fengist en það er gaman að talsmaður jafnréttis kynjanna skuli kommentera á síðuna ... ekki síst vegna þess að maður veður náttúrulega yfir Laugu á skítugum skónum alla daga!!! 

Páll Jakob Líndal, 14.2.2007 kl. 14:42

3 identicon

Taka kúlið á þettaog skella sér út í óvissuna og á vit ævintýranna

Sigrún froskamamma (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband