5.3.2012 | 23:00
Mánudagur 5. mars 2012 - Að vera ekki 100% og GHPL teiknar prins
Þetta var dagurinn sem ég ætlaði að halda upp á eins árs "alvöru hreyfingarafmæli" mitt ... en það var einmitt þennan dag í fyrra sem ég fór að hreyfa mig með markvissum hætti á "réttum forsendum".
Ég er búinn að halda vel utan um þetta ár að þessu leytinu ... og ætlaði að birta línurit með afrekum mínum.
En hvað ... er þá ekki karl veikur!
Þetta er í annað skiptið á ekki mjög löngum tíma þar sem ég verð veikur ... þ.e. rúmliggjandi. Að vísu ekki nema hluta úr degi.
Maður skyldi þó ekki hafa ofreynt sig í hlaupinu í gær ... ;)
Nafni er líka veikur, Guddan nokkuð góð en Lauga "afmælisbarn morgundagsins" er sú eina sem er alveg 100%.
---
Merkilegur hlutur gerðist í dag ...
GHPL tók upp á því, í fyrsta skipti á ævinni, að teikna karla (já og konur) ... eða kóng, prinsessu og prins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.