Föstudagur 24. febrúar 2012 - Myndir og Piaget

Það er ekki laust við að yngsti fjölskyldumeðlimurinn sé nokkuð krambúleraður þessa dagana. Í gærmorgun rak hann ennið í stólfót þannig að hann marðist undir vinstra auga og í morgun datt hann á borðbrún og fékk lítinn skurð í vinstri augnabrún ...

Svona leit hann út um hádegisbilið í dag ...  

Ekki hægt að segja annað en drengurinn taki sig vel út með plásturinn ...

---

Guddan heldur áfram að matreiða ...

... það verður fínt þegar GHPL tekur við matseldinni á heimilinu ...

Svo er ryksugað ...

Og þurrkað af ...

 

Í lok dags sofna svo systkinin svona ...

 

Guddan átti stórleik í dag ...

Samkvæmt svissneska fræðimanninum Jean Piaget þá má skipta þroska barna upp í fjögur stig. Eitt þeirra er svokallað "foraðgerðastig" sem börn eru á 2 - 6 ára.
GHPL er sumsé á miðju "foraðgerðastigi" en eitt einkenni þess er að rök- og aðgerðahugsun er ekki fyrir hendi. Það meðal annars sýnir sig í vangetu á varðveislu magns, sem t.d. lýsir sér þannig að barnið telur að ef sama magn af vatn er sett í mjótt og hátt glas annars vegar og breitt og lágt glas hinsvegar, að meira vatn sé í hinu fyrrnefnda einfaldlega vegna þess að vatnið stígur hærra í fyrrnefnda glasinu.

Stórleikur Guddunnar sem bar kenningu Piaget fagurt vitni var að í dag þá hellti hún úr vatnsglasinu mínu yfir í sitt glas og var all ánægð með árangurinn. "Ég getta alveg sjálf!" sagði hún og brosti.

Ég fyllti glasið mitt aftur af vatni en þá var eins og GHPL fengi einhverja bakþanka. Hún ákvað að hella vatninu úr sínu glasi aftur í mitt glas.
Það var ekki að sökum að spyrja að glasið fylltist fljótt og mestur hluti vatnsins flaut út yfir. En GHPL hætti ekki fyrr en hún hafði tæmt glasið. Hún var líka alveg steinhissa þegar hún sá vatnið flæða um allt matarborðið.

Mér fannst þetta alveg frábært móment ... maður hugsar oft um það hvað þessi litla manneskja er orðin klár og hvað hún veit margt og skilur margt. Ég er oft hreinlega undrandi á því hvað hún skilur og getur en þarna komu takmörk hennar mjög svo berlega í ljós.

Við leyfum henni oft að sulla svolítið við matarborðið og þá er hún stundum að hella á milli glasa. En í þessu tilfelli gat hún ekki rakið sig vitsmunalega aftur til þess þegar hún horfði á mig fylla glasið mitt aftur eftir að hún hafði tæmt það.
Hún vissi bara að hún hefði tæmt það og þess vegna hlyti að vera hægt að hella sama magni aftur til baka.

Eins og ég segi ... þetta var alveg frábært móment ...

Þó vissulega hafi kenningar Piaget verið gagnrýndar er að finna í þeim marga skemmtilega punkta, sem sýna að börn eru ekki eins ólík og margir vilja halda fram ... ;)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband