Þriðjudagur 21. febrúar 2012 - "21-02-2012"

Það er ótrúlegt að verða vitni að því að þriggja og hálfs árs gamalt barn skuli vera komið með áhuga á að setja maskara í augnhárin á sér. Svo kom hún fram og depplaði augunum ótt og títt, alveg eins og allra hörðustu hefðarkonur gera ...

Óhætt að segja að snemma beygist krókurinn ... 

Á sama tíma og þessi mikla dama er að skreyta sig fyrir framan baðherbergisspegilinn, þá hefur hún ákveðið að færa sig af klósettinu yfir á koppinn. Svo fannst koppurinn fyrir tilviljun hálffullur upp í rúminu okkar Laugu ... ?!?

---

Ég hef í dag verið að leggja drög að námskeiðinu sem stefnt er á að halda í lok mars. Allir sem vettlingi geta valdið ættu að láta sjá sig þar.

Hægt er að nálgast upplýsingar með því að smella hér.

En ég get nefnt það að um er að ræða námskeið í umhverfissálfræði. Þetta verður bara svona kynning á áhrifum borgarumhverfis á fólk, ég tek dæmi og velti upp spurningum varðandi umhverfið og allt bara á léttum og skemmtilegum nótum.

Af þeim um almennum 20 fyrirlestrum sem ég hef haldið á undanförnum 3 árum hefur nær undantekningarlaust verið gerður góður rómur að þessu spjalli mínu.

En sumsé smella hér ef áhugi er á tveimur góðum kvöldstundum í lok mars. 

---

Svo var ég á alveg massífri hljómsveitaræfingu í gær ... mikið svakalega er þetta gaman ...

Þessi hljómsveit er svolítið svona "secret-dæmi" ... það muna allir eftir bókinni "The Secret" og "Law of Attraction", þ.e. að maður dragi að sér það sem mann langar raunverulega í.

Það bara smellur svo innilega allt í þessari sveit ... flott frumsamið efni, rosalega góðir meðspilarar og góðir gæjar. Þetta var nákvæmlega eins og ég vildi hafa það ... og ekki spilla uppgötvanir mínar í söngnum á síðustu vikum fyrir.

Persónulega væri ég til í að æfa á hverjum degi ... eins og ég hef áður sagt á þessari síðu ... en er greinilega sá hluti sem ég hef ekki "secretað" nægjanlega vel ... eða ... kannski hef ég bara "secretað" aðra hluti líka, þannig að niðurstaðan verður þessi.

Maður klárar náttúrulega ekki doktorsverkefni og hitt og þetta með því, nema gefa sér tíma til að sinna því. 

En ég er alveg á því að "secret" virkar ... þ.e.a.s. ef maður "secretar" það sem mann raunverulega langar en ekki eitthvað sem maður heldur að mann langi. 

---

Annars verð ég að láta þess getið að dagsetning dagsins í dag er mjög flott þegar betur er að gáð ... 2102 - 2012 ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get vottað að spjall þitt um umhverfissálfræðina er einfaldlega frábært!! Það er enn verið að minnast á það sem "arkitektinn" talaði um og sýndi í fyrirlestri um skipulagsmálin í Sandgerði fyrir tæpu ári síðan...

Stjóri (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 02:32

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

:) ... takið eftir athugasemdinni hér að ofan ... Stjóri veit hvað hann syngur.

Takk fyrir þetta Stjóri!! :)

Páll Jakob Líndal, 23.2.2012 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband