13.2.2007 | 14:49
Guðmundur, Bjarni, ímyndunaraflið og Kjalvegur
Hún er ágæt greinin hans Guðmundar Odds Magnússonar í Framtíðarlandinu í dag um ímyndunaraflið. Hana má lesa á eftirfarandi slóð http://framtidarlandid.is/notum-imyndunaraflid-3
Svo las ég í morgun góða grein í Mogganum eftir Bjarna A. Agnarsson lækni, sem ber heitið "Höfnum nýjum vegi yfir Kjöl". Þar ritar hann meðal annars:
"Það er undarlegt að þessi tillaga [um upphækkaðan malbikaðan veg yfir Kjöl] sé sett fram í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um umhverfismál og verndun hálendisins. Tillöguhöfundar halda því reyndar fram að eitt af markmiðum með framkvæmdinni sé einmitt umhverfisvernd, og er það rökstutt með því að hún muni leiða til minni olíunotkunar, minni mengunar, minni losunar gróðurhúsalofttegunda. Hér er málinu alveg snúið á hvolf því að sá umhverfislegi ávinningur sem hlytist af þessu yrði auðvitað afskaplega lítill miðað við þá röskun á umhverfinu sem þessi framkvæmd myndi valda, auk þess sem gera má ráð fyrir aukinni umferð í kjölfarið."
Einnig ritar Bjarni:
"Hvað gera þeir sem vilja fara um Kjöl og kæra sig ekki um að greiða veggjald, hvaða úrræði munu þeir hafa? Mun gamli vegurinn halda sér? Hvernig hugsa menn sér tengslin við nýjan veg? Hann mun augljóslega tapa sérkennum sínum ef hann liggur meðfram nýjum vegi."
Ég þarf náttúrulega ekki að taka það fram en Bjarni ritar eins og út úr mínu hjarta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.