28.1.2012 | 22:56
Laugardagur 28. janúar 2012 - Nokkrir bitar
Setning dagsins er tvímælalaust þessi:
"Ég verð að baka áður en kökurnar brenna"
- GHPL þegar ég spurði hana hvort hún ætlaði að baka í dag.
---
Vorum með ofurlítið kaffiboð í dag. Hingað mættu Sverrir og Jóndi, Ari, Hrafnhildur og Viktor. Fínasta stemmning og veitingarnar hennar Laugu (já, og Guddunnar) góðar. Sjálfur nennti ég ekkert að gera til að undirbúa nema taka svolítið til.
---
Þessa dagana er Guddan að fatta Karíus og Baktus. Dana vinkona okkar var nefnilega svo afskaplega hugulsöm að lána okkur bókina um þá félaga um daginn.
Núna er Syd afar áhugasöm um að bursta tennurnar og ekki bara það ... hún rekur alla í tannburstun við hin ýmsu tækifæri. Og ef í harðbakkann slær, þá mætir hún með tannburstann og tannkremið og afhentir hlutaðeigandi ...
Það eru sumsé allir vel burstaðir hér.
---
Pípus hefur verið mjög mikill pípus síðustu daga ... það er eins og karlanginn sé svolítið slappur en samt er hann ekki með hita en hóstagelt svolítið.
Hann er eins móðursjúkur og hægt er að hugsa sér. Móðirin má ekki víkja spönn frá rassi án þess að gólið byrji og barningur um að komast aftur til hennar t.d. ef ég er með hann í fanginu.
Það má þó telja blessuðu barninu það til tekna að ef móðirin er bara víðsfjarri, þ.e. stödd utan heimilisins þá er hann eins og ljós. Málið snýst bara um að tryggja hæfilega fjarlægð á milli þeirra tveggja ... þá er ég með þetta í vasanum ... vægt til orða tekið.
---
Í næstu viku fer alvara lífsins að taka við. Lauga byrjar þá að vinna og börnin í minni umsjá frá yfir hádegið.
Það má því telja nokkuð víst að sumir komi til með að vinna frameftir á næstu vikum og mánuðum ef takast á að ljúka doktorsverkefninu í sumar og vinna einnig að öðrum mikilvægum verkefnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.