Mánudagur 23. janúar 2012 - Sambandsleysi

Aldrei þessu vant er mér orða vant nú ... ég  hef ekki hugmynd um hvað ég á eiginlega að rita á þessa síðu nú í kvöld.

Ég hef verið að lesa og hugsa, já og skrifa umhverfissálfræði stóran hluta dagsins. Tók síðan góða söngæfingu hérna heima áður en ég hélt á 3,5 tíma hljómsveitaræflingu.

Það er alveg hrikalega gaman á þessum hljómsveitaræfingum. Hef örugglega sagt það áður á þessari síðu.
Helst myndi ég vilja fara á hljómsveitaræfingu einu sinni á dag, en það gengur ekki alveg upp.

Vorum að þreifa á nýjum lögum í kvöld. Þannig "repertoir-arið" stækkar óðum. Það verður rosalega gaman að taka þessi lög þegar búið verður að slípa þau betur til.

---

Af öðrum er bara allt gott að frétta.

Nafni er mikið að brölta við að koma sér upp á endann og vill helst hlaupa um íbúðina allan daginn ... en getur það ekki því enginn nennir að hjálpa honum við það nema stutta stund í einu.

Og svo er hann alveg óður í að komast í appelsínugula ljósið á fjöltenginu sem aðstoðar tölvuna og fleira dót að komast í rafmagn. Það þarf náttúrulega ekki að fjölyrða um myndi gerast ef hann kæmist í þann takka og næði að slökkva á honum.

---

En jæja ... eins og ég sagði ... ég er eitthvað stirður í hausnum og fingrunum núna, þannig að ég ætla að láta þetta duga.

Andinn hlýtur að fara að koma yfir mig aftur ... það hefur verið dálítið sambandsleysi við hann síðustu daga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband