Gamlársdagur - 31. desember 2011 - Gleðilegt ár!!

Þá er árið á enda komið ...

... lærdómsríkt ár í meira lagi ... það er óhætt að segja.

Á árinu hafa verið færðar inn á þetta blogg um 190 færslur, sem þýðir færslu annan hvern dag að meðaltali. 

Lesendafjöldinn hefur aukist svolítið frá því á síðasta ári en að meðaltali hefur rúmlega 21 einstaklingur rekið nefið inn á síðuna á degi hverjum. Þessi tala stóð í rúmlega 18 fyrir ári síðan. 

Þetta er nú kannski ekki mest lesna bloggið í heiminum en ég verð samt að segja það fyrir mig að það að 21 einstaklingur skuli á hverjum degi finna hjá sér þörf til að lesa þetta sjálfmiðaða blogg mitt, er ótrúlegt. 

Takk fyrir lesturinn!!  

Við óskum þér gleðilegs nýs árs og vonum að nýja árið verði farsælt og skemmtilegt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir bloggið minn kæri! Ég les skrifin og skoða þínar frábæru myndir með mikilli ánægju á hverju ári :) Gleðilegt ár elskurnar mínar!

Stjóri (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 17:38

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

:) Takk fyrir kveðjuna ... gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!

Páll Jakob Líndal, 1.1.2012 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband