Fimmtudagur 29. desember 2011 - Annar pabbi og málningarhristarinn

Í kvöld fékk ég kaldar kveðjur frá dóttur minni ... já, þegar hún var beðin um að fara og kyssa mig góða nótt harðneitaði hún og sagðist vilja fá annan pabba?!!?

Ég sem sat í næsta herbergi, kváði enda hafði ég ekkert til saka unnið umfram aðra hér á heimilinu. Jú, jú, GHPL ítrekaði bara þessa ósk sína. Ég lét mig hverfa en snéri skjótt aftur, stökk fram í eldhúsið með tilþrifum og sagði "tarammmmmm" en dóttirin rétt skaut á mig augunum og hélt svo áfram að sinna afar brýnu verkefni. Að hnýta band af jólapakka utan um einhvern strump.

Annars eru nú hlutirnir heldur að færast í rétt horf núna ... pípuorgelið hefur lítið pípt í dag og Houdini fór á leikskólann í fyrsta skipti í marga daga.
Ég minntist í gær á að Pípus væri sennilega að pípast mikið vegna tanntöku. Nú er komin önnur skýring en sú er að hann sofi ekki nægjanlega á daginn þegar hann hangir hér heima og við það virkjast pípið. 

Þetta er ekki eins fráleit skýring og ætla mætti í fyrstu, því PP sefur æfinlega best í vagninum, helst þegar hann er á fleygiferð. Meiri hristingur, betri svefn.
Einnig er "málningarhristarinn" vel þekkt fyrirbæri innan veggja heimilisins, en PJPL finnst fátt betra en að sofna um leið og haldið er á honum í fanginu og hann svo hristur eins og 10L málningarfata. Allt venjulegt fólk myndi ekki undir nokkrum einustu kringumstæðum getað sofið í slíkum ógnarhristingi en nafni lygnir aftur augunum og gefur hvað eftir annað frá sér mjög langt og afar sannfærandi "aaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhaaaaaahhhhh" sem auðvitað hljómar í fullum takti við hristinginn. Svoleiðis gengur það uns Óli Lokbrá tekur völdin ... sem gerist oftast frekar fljótlega sem betur fer því það tekur á að keyra "málningarhristarann" á fullu gasi, já og hlusta á sönginn ;) .

Ætli maður verði ekki að láta þetta duga núna ... klukkan er alltaf orðin svo drullumargt þegar maður loksins kemur sér í rúmið. 

Ég ætla að hverju kvöldi að fara að leggja mig á skikkanlegum tíma. Það gengur aldrei eftir.

Við Lauga vorum aðeins að ræða þetta um daginn.  Niðurstaðan var eiginlega sú að tíminn eftir klukkan 22 á kvöldin sé bara slíkur "quality time" að það sé eiginlega ekki hægt að nýta hann bara í svefn.
Maður ætti samt að koma sér fyrr í bælið ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband