Miðvikudagur 28. desember 2011 - Vinna og Mikki mús

Jæja, þá er fyrsti alvöru vinnudagurinn að baki milli jóla og nýjárs ... í lok dags hafði ég skilað af mér svörum við athugasemdum sem gerðar voru við vísindagrein nr. 1. Nú strax eftir áramótin fara þessi svör til Journal of Environmental Psychology og vonandi duga til þess að ákvörðun verður tekin um að birta blessaða greinina ...

... satt að segja er ég orðinn nett leiður á að eiga við þessa grein, hún er búin að vera í vinnslu allt, alltof lengi. Þannig að bara "koma svo!!"

Svo svaraði ég nokkrum jóla-emailum ... einkum til vina og kunningja erlendis ... það er alltaf gaman að "katsja upp" við liðið endrum og sinnum.

Og loks vann ég örlítið í heimasíðunni minni ... ofurlitlar uppfærslur sem eru algjörlega nauðsynlegar ... bætti t.d. svona inn á heimasíðuna ... 

Skil reyndar ekki alveg afhverju ég fæ alltaf tvo hnetti hérna ... en ég nenni samt eiginlega ekki að vera neitt að pæla í því ... þetta er töff!!

---

Nafni minn sem stundum er kenndur við pípu hefur aldeilis borið nafn með rentu í dag ... í vakandi ástandi hefur hann pípt nánast stanslaust eins og gufuketill í allan dag.
Eina ráðið til að fá hann til að þagna er einfaldlega að svæfa'ann ... sem gengur auðvitað ekki alltaf, því maðurinn er náttúrulega ekki alltaf þreyttur. Samt gengur það bara furðu oft.

Hann ætlar augljóslega að taka þessi fyrstu jól sín með stæl ... 40°C hita fylgt eftir með stanslausu pípi. Meira að segja móðirin er orðin mjög þreytt á pípinu ... og þá er mjög mikið sagt
Líklegt er þó reyndar að hann sé að taka fleiri tennur og það geti skýrt málið.

Hlaupabólan er í mikilli rénun hjá GHPL, en líkaminn ber þó enn merki um "hamfarirnar" ... hreint ekkert of glæsilegt á að líta.
En Guddan er í feikna stuði þessa dagana ...

Hún er í svo miklu stuði að mjög gaman er að taka smá "debatt" við hana ... en "debattarnir" eru iðulega um hvort hún megi horfa á Mikka mús eða ekki (hvað annað?!?!). Þá segir maður gjarnan eftir að vera búinn að svara spurningunni svona 10 sinnum: "Ég er búinn að segja þér að þú mátt horfa á Mikka mús eftir tvo daga". Sú stutta svarar þá fullum hálsi: "Já en ég var búin að segja að ég mætti horfa á Mikka mús núna!!" Stundum bætir hún snúðug við að maður eigi svo að "hætta þessu væli" og strunsar í burtu.

En stundum bregður hún á annað ráð ... og það er að hagræða sannleikanum svolítið með því að spyrja þá hitt foreldrið hvort hún megi horfa á Mikka mús og ef svarið er "nei" að segja þá hiklaust að hitt foreldrið hafi sagt "".

Svo fann hún það út í dag þegar móðir hennar bauð henni að koma út að leika, að best væri að ég færi út meðan hún og mamma hennar, já og litli bróðir, væru inni ... og hún auðvitað að horfa á Mikka mús!

Jæja ... læt þetta duga í bili ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband