Þriðjudagur 27. desember 2011 - Árið 2011: nokkrir punktar

Jæja ... þetta hefur sennilega verið besti jóladagurinn hingað til, sem sennilega ræðst af því að nú er búið að vindast vel ofan af þessu jóladæmi.

PJPL var nær eðlilegum líkamshita frekar en ekki.

GHPL var viðræðuhæf mestan hluta dagsins og til marks um það þá var frasi dagsins í dag "þetta er frábært!!" í stað "þetta er rugl!!" sem hefur verið allsráðandi undanfarna daga.

---

Í kvöld tók ég saman árið 2011, þó svo það sé ekki alveg búið, þá er ég nokkuð viss um að það munu engin rosaleg afrek verða unnin það sem eftir lifir árs.
Ég fór í gegnum dagbókina mína og fletti upp á völdum stöðum í hausnum á mér í leiðinni og niðurstaðan voru 28 atriði sem stóðu upp úr á árinu.

Uppgötvun ársins átti sér stað þann 4. október í tíma hjá Einari Gylfa sálfræðingi. Þá skildi ég loksins að óumbeðnar ráðleggingar er eitthvað sem fæstir hafa áhuga á að hlusta á. Himnarnir skyndilega opnuðust hjá mér og héldu áfram að opnast í margar vikur á eftir. 

Það sem ég áleit vera góð og gagnleg ráð, gefin af gegnheilli umhyggju, eru ásakanir og aðfinnslur í eyrum þeirra sem orðin beinast að séu ráðin gefin óumbeðið og fyrirvaralaust. Það þekkja það allir ef þeir nenna að spá í það ... "heyrðu mig nú, ég held að þú ættir að hætta að drekka kók, þetta skemmir tennurnar og svo er svo mikill sykur í þessu. Veistu ekki að þetta lækkar sýrustigið í líkamanum hjá þér og veldur óþægindum og blablablabla ...

Það hefur enginn áhuga á svona ráðleggingum sem koma eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Mesta afrek ársins var þegar ég braut blað í rannsóknum á endurheimt umhverfis. Með því að búa til, reyndar með mjög mikilli hjálp danskra kollega, tvö gagnvirk tölvulíkön af borgarhverfum en uppbygging þeirra var byggð á niðurstöðum rannsókna minna, var stigið skref sem aldrei hefur áður verið stigið innan þessa geira.
Tæplega 60 nemendur við Uppsala-háskóla voru svo "testaðir" í þessum tveimur sýndarveruleikum. Niðurstöðurnar á margan hátt áhugaverðar og vísindagrein byggð á niðurstöðum þessar rannsóknar er nokkuð á veg komin.

Læt þetta duga í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband