Föstudagur 16. desember 2011 - Óvissuferðin

Tja ... hún var nú af dýrari gerðinni afmælisgjöfin frá spúsunni ... 

... rétt um miðjan dag var maður rifinn af stað frá tölvunni og lagt á vit ævintýranna. Það dugði ekkert minna en ferð með skemmtiskipinu MS Victoria I sem gert er út af skipafyrirtækinu Tallink Silja Line. Pláss fyrir um 2.500 manns í þessu ágæta skipi.  

Ferðinni var heitið til Tallinn í Eistlandi. En það hékk meira á spýtunni ... því við vorum varla stigin um borð þegar Lauga dró upp boðsmiða á jólahlaðborð í skipinu.
Afar ljúffengt!

 

Svo var bara stanslaus skemmtun um borð, kók og hnetur frameftir öllu ... reyndar verður að láta þess getið að GHPL tók upp á því að týnast um kvöldið. Smá kikk það ... seinna kom í ljós að hún hafði staðið svona 5 metra frá okkur allan tímann, reyndar bakvið súlu þar sem hún fylgdist með andakt með dönsurum kvöldsins.

Við stigum á land í Tallinn um kl. 10 í gærmorgun og dvöldum þar í um 8 klukkutíma. Skemmtileg borg. Mörg flott hús og flottar götumyndir ... ekki amarlegt fyrir þann sem stúderar umhverfissálfræði.

 

GHPL var nú ekki alveg eins hrifin af þessu borgarrölti og foreldrarnir og vildi helst af öllu bara komast í skipið aftur ... komast í fjörið og ekki síst að leika við krakkana í "Boltalandinu", já og horfa á fólkið dansa og syngja.

 

 

Sama fjörið var uppi á teningnum um kvöldið á heimsiglingunni. Það var heldur meiri alda í það skiptið þannig að það bætti á stemmninguna.  Allir kúfuppgefnir upp úr miðnættið, jafnvel PJPL sem gerði samt lítið annað en að sofa í borgarreisunni.

Til Stokkhólms var komið eftir að hafa snætt indælis morgunverð ... sem að sjálfsögðu var hluti af afmæligjöfinni ...

Sumsé í alla staði snilldarferð ...

---

Ég er algjör landkrabbi ... núna tæpum 12 klukkustundum eftir að komið var í land er ég með slíka sjóriðu að mér finnst allt vera á fleygiferð. 

--- 

GHPL fann það út í kvöld eftir að hafa borðað 1/3 úr pizzusneið og 1/3 af epli og drukkið 0,2 l af perusafa og ofurlitla mjólk á hálftíma að sér væri illt í maganum af því hún hefði borðað svo hratt!!!

Sá verkur hvarf strax þegar hún mátti horfa á video ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband