Laugardagur 10. desember 2011 - Söngæfing og kaffiboð

Þetta hefur verið nokkuð langur og strangur dagur í dag ... en klárlega mjög skemmtilegur.

Hjá mér hófst þetta allt með því að fara á skemmtilega söngæfingu í morgun heima hjá Jóhönnu og Bjarna. Það er nefnilega verið að útbúa prógrammið fyrir jólamessuna sem verður um næstu helgi. Stefnir í ágætis stuð þar. Það var ákveðið að poppa dálítið upp og sleppa því að syngja "Nóttin var sú ágæt ein" ... persónulega er ég mjög ánægður með það. Það er nú búið að syngja það síðustu tvær jólamessur.

Æfingin tók svolítinn tíma og þegar henni lauk, var ekki annað en að þjóta niður í bæ til að hitta Laugu og pottormana. Leiðin lá í kaffiboð hjá Jónínu og Jóa í Lövstalöt. Þar var nokkuð um manninn, bara fínasta stemmning og góðar veitingar. 

Við komum heim upp úr klukkan 8 og þá var málið að skreppa aðeins út í búð, elda eitthvað smotterí og kljást við litlu snillingana. Við vorum búin að borða klukkan 10. Að klára að borða á þeim tíma sólarhringsins er absúrd í Svíþjóð. Örugglega eitthvað í líkingu við ef kvöldmatur væri borðaður milli kl. 1 og 2 eftir miðnættið á Íslandi. Enda er það svo að maður horfir út um eldhúsgluggann meðan etið er og það er slökkt hjá öllum nágrönnunum ... allir farnir að sofa ... geri ég ráð fyrir.

Er þetta ekki orðið fínt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband