28.11.2011 | 22:24
Mánudagur 28. nóvember 2011 - Veðurfréttir
Nú lítur út fyrir að vetur sé skollinn á hér í Uppsala ...
Snjórinn er nú kannski ekkert yfirþyrmandi ... en málið er nú bara þannig að þegar snjó hefur fest að hausti þá fer hann ekki fyrr en í apríl.
Í gær var hinsvegar ekta íslenskt haustveður ... dálítið hlýtt, svolítið hvass og úrkoma ... þetta eru því óvenjumiklar veðurfarslegar sveiflur hér í Upplandi. Annars var nú óveður bæði sunnan og norðan við okkur þannig að engin ástæða er til að kvarta.
Ég hef haft af því spurnir að Íslendingar séu ekki hressir með yfirvofandi kuldakast ... þann 28. nóvember í fyrra fórum við niður í bæ hér í Uppsala að fylgjast með árlegri flugeldasýningu dagblaðsins UNT ... þá voru -12°C ... með vindkælingu -20°C.
28. nóvember 2010 - GHPL á leiðinni í bæinn ... og vildi alls ekki hafa vettlinga ...
Og þessi dagur var upptakturinn fyrir veturinn þar sem hitastigið fór mörgum sinnum niður fyrir -20°C og ég fullyrði að vikum saman hélst hitinn neðan við -15°C.
Þannig að einhver einn eða tveir sólarhringar með tveggja staða mínustölur drepur engann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.