Sunnudagur 20. nóvember 2011 - Íbúð fundin!!

Jæja, þar kom að því ... loksins fengum við íbúð hér í Uppsala. Loksins!!

Það bara mjög fína, hér um bil tvölfalt stærri en sú sem við búum í núna eða tæplega 90 m2. Þannig að maður getur núna bara slegið um sig ...
Áður en við fengum þessa vorum við reyndar komin með annað húsnæði. 25 m2 á tveimur hæðum. Ég verð bara að segja það fyrir mig að mér fannst nú húsakosturinn vera að stefna í að verða ansi þröngur. 

Tilfellið er bara að það er ótrúlega erfitt að fá húsnæði hér í Uppsala.

Það eru að vísu tveir mínusar við þetta. Sá fyrri er að við höfum húsnæðið bara í 7 mánuði og hinn er að staðsetningin er í hinum enda bæjarins miðað við núverandi staðsetningu, sem þýðir dálítil ferðalög með GHPL á leikskólann.  En skítt með þetta!

Við erum afar sátt við þetta.

---

Þristurinn er kvefaður þessa dagana. Ofan á þau ósköp kemur svo tanntaka. Já, PJPL er að fá þriðju tönnina þessa dagana, þá fyrstu í efri góm.

Gengur mikið á af þessum sökum. T.d. var lítill svefnfriður gefinn í nótt. Hann var því svæfður með klóróformi í kvöld.

---

GHPL fer töluvert mikinn þessa dagana. Mér finnst vera eitthvað stökk núna í gangi hjá henni. Svona vitsmunalegt stökk. Hún er allt í einu farin að skilja svo miklu meira en hún gerði bara fyrir nokkrum dögum.

Hún er líka farin að taka upp á ýmsu sem ekki hefur sést áður. Eitt af því að vera alltaf að skríða undir borð. Það má varla sjást borð öðruvísi en undir það sé skriðið. Undir borðum er svo ýmislegt brallað, s.s. að láta Strumpa éta epli eða skrifa á gólfið, nú eða slökkva á rafmagnsmillistykkjum eins og hún gerði í dag þegar Lauga var að tala við ömmuna á Sauðárkróki. Allt í einu slokknaði bara á öllum heila "sýsteminu". GHPL hafði þá verið að prófa að slökkva appelsínugula ljósið.

---

Læt þetta duga í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband