17.11.2011 | 23:30
Fimmtudagur 17. nóvember 2011 - Tvær Stokkhólmsferðir í dag
Þessi dagur hefur liðið alveg sérdeildis hratt ...
Lauga skrapp til Stokkhólms með Þristinn til að redda honum vegabréfi. Það gekk að sögn, bara alveg bærilega ... og mun vegabréfið berast eftir viku.
Og um leið og hún kom aftur heim, fór hún aftur út með dótturina í danstíma. "Strákarnir eru alltaf að slást" er megininntakið í því hvað sé að gerast í danstímunum. GHPL er farin að taka þátt en þó með því skilyrði að Lauga sé inni í dansherberginu og standi mjög nærri henni.
"Ég veit ekki hvernig þessi sýning verður", sagði hún þegar hún kom til baka. "Kennarinn ræddi um það að kannski þyrfti ég bara að dansa með á sýningunni ... æi ég veit það ekki".
Í kvöld skrapp ég á hljómsveitaræfingu í Stokkhólmi. Sú æfing var vægast sagt ekki upp á marga fiska og ég er að spá í að segja skilið við þessa ágætu snillinga og einbeita mér bara að hljómsveitinni sem ég að vinna með á mánudagskvöldið ... þeir eru ansi góðir ...
Athugasemdir
Snilldarbörn bæði tvö :) Knús á línuna!
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.